27 nóvember 2008

Kynbundinn launamunur

Þetta er með öllu ólíðandi. Sérstaklega nú í upphafi efnahagslægðar en sagan sýnir að kynbundinn launamunur eykst í harðæri.

Enn og aftur sannast það að ætlum við að bægja þessum landsins forna fjanda frá þarf að samþætta kynjasjónarmið æðstu stjórnum, setja málið stíft á dagskrá og hvika hvergi. Það þarf pólitískan vilja, kraft og þor. Það þarf að ráða konur í stjórnunarstöður, það þarf að gæta grimmilega að réttlátri skiptingu karla og kvenna í ráðir, stjórnir og nefndir og það þarf að útbúa tæki á borð við óháð starfsmat.

,,Það þarf að hugsa um þessi mál sem hvítvoðung á brjósti" sagði skemmtilegur femínisti eitt sinn við mig. Jafnréttið kemur nefnilega ekki með kalda vatninu og gerist ekki af sjálfu sér.

Reykjavíkurlistinn hafði þessi mál einmitt á brjósti en nýjasta rannsóknin sýnir að á milli áranna 1999 og 2007 fór kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg, þeim risastóra starfsstað, úr 15% í 4%. Það er árangur.

19,5% ómálefnalegur munur á launum karla og kvenna á Íslandi er hneisa.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf fundist öll þessi umræða um lauamun kynjanna mjög athyglisverð? Þó er auðséð að ef öllum konum og öllum köllum er skipt upp þá virðist alltaf dúkka upp þessi launamunur?

Þó get ég ekki skilið afhverju þessi munur er?

Nú semur hver og einn um sín kjaramál sjálfur. Hvort sem það er karl, kona eða kynlausar verur frá öðrum hnöttum. Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi. Þegar ég sest að samningarborði með mínum vinnuveitanda þá hefjast ákveðnar samningarviðræður. Ég býðst til þess að lána viðkomandi krafta mína gegn ákveðnu gjaldi. Ég set upp ákveðið verð sem ég er tilbúinn að vinna fyrir. Það er yfirleitt útreiknað miðað við kaup og kjör á neysluvarningi í það skipti. Mér kemur andskotann ekkert við hvað annað fólk er með í laun, hvort sem það er karl eða kona. Því þykir mér þessi umræða vera á verulegum villigötum og í raun úr öllu samhengi að setja þessa theoríu upp með þessum hætti. Tvö mengi: karl og kona???

Í mínum huga er þetta ósköp einfalt, ef þú hefur eitthvað að selja og fólk er tilbúið að borga fyrir það þá er það í þínum verkahring hvort sem það er kona eða karl að setja uppsett verð.

Það er einfaldlega á ábyrgðs hvers og eins að setja hnefann í borðið og heimta uppsett verð og eða labba frá samningaborðinu og leita annað ef viðkomandi er ekki tilbúinn að borga uppsett verð...
-

Kannski er vandamálið annars eðlis, uppeldislegt eða jafnvel genatískt. Er konum meira illa við árekstra og áhættur frekar en körlum. Sækja konur frekar í öryggi á kostnað launa sinna. Kannski eru konur sáttari við sitt...

Pointið er allavegana að málið er ekki bara svona einfalt. Þetta verður ekkert lagað af neinum öðrum nema ykkur sjálfum meðan við lifum í þessu monitery system. Það kerfi kallar aðeins á eitt, framboð og eftirspurn. Uppsett verð og aðila sem er tilbúinn að borga uppsett verð. Það kerfi spyr ekkert hvort viðkomandi sé kona eða karl svo lengi sem varan mun skila hagnaði eða ágóða (í hvaða formi sem er)...

Farið bara að rífa ykkur upp á rasgatinu og verið harðari í ykkar samningum!

Nafnlaus sagði...

Afsakið að þetta fjallar ekki um skrif þín. En mig langað mikið að vita hvar er hægt fá þessa fallegu lopapeysu sem maðurinn þinn var í í Mannamáli um daginn, fór honum mjög vel og sá alveg manninn minn fyrir mér í svona peysu, góð í jólapakkann.
Kv. Linda

Oddný er sagði...

Kæra Linda

Ekkert að afsaka. Þessi fallega peysa fékkst í Rúmfatalagernum fyrir ekki svo löngu síðan. Þetta er ullarblanda og því miður hnökrar hún dálítið. En hún er ægilega falleg og hlý og var á mjög skaplegu verði.

Bestu jólakveðjur - Oddný

Nafnlaus sagði...

Stéttbundin réttindamunur. Ekki skulum við kyngja honum:

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4450830

Við erum öll jafn(ó)merkileg

Rómverji