03 nóvember 2008

Húmor

Oft var þörf - en nú er það algjört möst - sagði meistari Megas eitt sinn á degi íslenskrar tungu. 

Oft var þörf til að halda í húmorinn en nú er nauðsyn. 

Dæmi: Vinkona mín skrapp í Vesturbæjarlaugina um daginn. Hún keyrir bíl sem er af tegundinni Suzuki Sidekick og árgerðin er 1997. Með fullri virðingu fyrir bæði honum og vinkonu minni er þessi jepplingur ein mesta drusla sem sést hefur á götum borgarinnar. Ég fylgdist með honum bræða úr sér fyrir tveimur vikum síðan en hann náði sér reyndar og er enn á götunni. 

Bíll með níu líf. 

Nema hvað. Þar sem vinkona mín er að opna sinn ágæta bíl á bílastæði Vesturbæjarlaugar er kallað til hennar frá hinum enda götunnar. 

Þar fer sameiginlegur kunningi okkar úr MH sem galar hátt og snjallt:

,,Það hafa nú ekki allir efni á jeppa á þessum síðustu & verstu"!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl svilkona,
ég er ekkert viss um að þeir hafi afskrifað skuldirnar fyrir yfirtöku FME, þeir geta alveg eins hafa gert það eftir hana. Bara gætt sín á að skrifa "réttar" dagsetningar á pappírinn.