26 nóvember 2008

Hvernig er staðan hjá fólkinu í borginni?

Þessari spurningu ætlar Reykjavíkurfélag Samfó að svara í kvöld, 26. nóvember, á opnum fundi í Ölduselsskóla. Við ætlum þó ekki að svara þessu sjálf heldur munu fulltrúar frá SAMFOK, ÍR, kirkjunni, þjónustumiðstöðvum, Ungmennaráðum, Félagi eldri borgara, Reykjavíkurdeild Rauða Krossins, Myndlistaskólanum, Alþjóðahúsi, ÍTR, leikskólum og skólum borgarinnar leita svaranna með okkur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nefndin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða erindi á kirkan á þennan fund ? Utan að reyna að gera sig málsmetandi ?

Óskar

Oddný er sagði...

Engum var meinaður aðgangur að fundinum. Fella- og Hólakirkja er mikilvæg stofnun í Breiðholtshverfi og er í miklum samskiptum við fólk á öllum aldri - alla daga.

Þess vegna átti hún erindi við fundinn.