Birgi Ármannsyni þykir vanhæfissjónarmið ekki eiga við í máli þeirra ágætu manna sem fengnir hafa verið í eitt mikilvægasta og mest áríðandi verkefni næstu daga, vikna og mánaða.
Þrátt fyrir það eru þessir tveir menn feður sona sinna, og synirnir eru þræltengdir fyrirtækjum sem eru þræltengd bönkunum sem þessir feður eiga að rannsaka.
Birgi þykir þó óheppilegt þegar slík tengsl eru til staðar en það er svona meira eins og hvert annað hundsbit. Eða jafnvel eitthvað sem við getum alls ekkert aðhafst gegn.
Svona dálítið eins og þjóðin telji 1.790 íbúa og háskólarnir hafi ekki útskrifað lögfræðinga síðan á 7. áratugnum.
Hvorugt á við.
Og ráðning þeirra á heldur ekki við.
2 ummæli:
Það var ótrúlegt að heyra þetta rugl sem valt upp úr manngreyinu í Kastljósi.
Vanhæfi er vanhæfi; Atli Gíslason færði fram ótvíræð lögfræðileg rök fyrir því. Og þó það sé erfitt að bíta það í sig, þá mátti Guðni Ágústsson eiga það að koma með bestu pólitísku rökin, nefnilega þörfina á sátt í augum þjóarinnar og ótvíræðri nálgun á viðfangsefninu.
Það sem er að koma í ljós núna er að Ísland er of lítið; það þekkja allir alla, og á markaði sem fjármálamarkaði þar sem gilda strangar reglur er það sér í lagi óheppilegt.
Takk fyrir gott opnunarinnlegg!
Áfram Oddný ... en miklu meiri hávada takk. Nú eru ekki tímar hæversku.
Elfa
Skrifa ummæli