10 nóvember 2008

Fjör í Framsókn

Innansveitarkrónikur Framsóknar mega eiga eitt. Þær hafa gríðarlegt skemmtanagildi, myndmálið er óvenju sterkt og raunveruleikinn oft lygilegri en nokkur skáldsaga. 

Ég held það hljóti að verða fjör á laugardaginn

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ættir að vera að hugsa um eitthvað annað núna en framsókn,það eru alvarlegir hluti í gangi

Oddný er sagði...

Sæll Pétur

Það eru sannarlega grafalvarlegir hlutir í gangi en varðandi tíu fréttir gærdagsins þá vitna ég í góða vinkonu mína:

Það er langt síðan kona hefur brosað yfir fréttatímanum.

Oddur Ólafsson sagði...

Nú hefur Bjarni axlað ábyrgð og sagt af sér.

Hvenær ætlar Samfó að axla ábyrgð?

Það hvíslaði því að mér lítill fugl að Samfylkingin þyrfti að halda fund um ábyrgð.

Þar þarf að fara yfir skilgreiningu á hugtakinu, og síðan aðferðir til að taka ábyrgð á því sem maður gerir, og hinu líka sem maður ekki gerir en hefði átt að gera.

Einnig mætti á sama fundi taka fyrir hugtakið liðsheild, þ.e. spurningin um það hvort maður er ábyrgur fyrir liðinu sem maður er í, eða einungis fyrir sjálfum sér:)

Áhugaverð spurning, eða finnst þér það ekki?

Oddný er sagði...

Sæll Oddur

Allir á Alþingi Íslendinga bera auðvitað ábyrgð, minn flokkur er þar ekki undanskilinn. Þar er mikill þrýstingur frá bæði baklandi og þingflokki að sameinast um nýjan stjórnarsáttmála, vegvísi. Það mátti lesa úr fréttum í gær.

Mikilvægast er að óháðir erlendir aðilar rannsaki efnahagshrunið, eins og aðstandendur nóvemberáskorunarinnar hafa bent á. Þar á allt að vera undir og ef niðurstaðan er sú að kjörnir fulltrúar víki þá kemur það í ljós.

Íslendingar þurfa á aðstoð óháðra aðila við að svara því.

Þú spyrð um liðsheild. Hún er mikilvæg en hún er sterk í mínum flokki. Það þýðir þó ekki að ég og aðrir úr baklandinu og hinum ýmsu félögum flokksins séum ekki áhyggjufull og gagnrýnin.

Oddur Ólafsson sagði...

Takk fyrir gott svar.

Þegar ég tala um liðsheild á ég við þáttöku ykkar í ríkisstjórn. Mér finnst undarlegt að þykjast bara ætla að taka ábyrgð á sumu en ekki öðru, ætla að velja og hafna. Það er ekki trúverðugt.

Ég tek ofan fyrir fólki í öllum flokkum hinsvegar sem getur gagnrýnt forystuna og dettur mér t.d. Bryndís Ísfold í hug nú nýverið. Kudos til hennar fyrir það.

Ég las nóvemberáskorinina með miklum áhuga en áttaði mig á því þegar lesturinn var búinn að ég vara enn hungraður. Þar vantar nefnilega að kröfuna um kosningar. Þar með minnkaði áhugi minn á þessu snarlega. Hvers vegna í ósköpunum vill fólkið sem þetta ritar ekki kjósa?

Þú hefur kannski ekki tekið eftir því, en þjóðin er nánast farin að öskra eftir kosningum.

Ég skil ekki hræðslu Samfylkingarinnar við kosningar, þær munu auðvitað snúast um hrunið en einnig um Evrópusambandsumsókn sem ætti nú að koma sér vel fyrir ykkur, er það ekki?

Bestu kveðjur-

Oddný er sagði...

Sæll Oddur

Ég er allsendis óhrædd við kosningar, og margir í Samfylkingu eru óhræddir við kosningar. Þær munu sannarlega snúast um ESB og gefa flokkunum (kærkomið) tækifæri til að skerpa sínar línur.

Ég minni á að í Moggaviðtali við ISG fyrir ca. tveimur vikum var hún spurð út í stjórnarsamstarfið og kosningar.

Þar sagði hún orðrétt: ,,Við erum í miðjum björgunarleiðangri. Ættum við að henda öllu frá okkur til að snúa okkur að kosningabaráttu? Það gengur ekki... ...En svo kemur nýtt ár og þá verða menn að meta stöðuna".

Þetta lýsir nú ekki mikilli hræðslu við kosningar. Nýtt ár hefst eftir sjö vikur.

Bestu kveðjur nafni,
Oddný.