Það er mikil deigla í félagsstarfi Samfó þessa dagana. Sleitulausir fundir Framtíðarhópa allra málefna hafa farið fram síðastliðna 10 daga og í fyrrakvöld mættu 70 manns á aðalfund Samfylkingarinnar í Garðabæ. Það ágæta sveitarfélag hefur nú ekki beinlínis verið höfuðból flokksins og mér skilst að í fyrra hafi mátt telja aðalfundarfulltrúa á fingum annarrar handar. Þessi mæting segir sína sögu.
Nýskráningum í flokkinn fjölgar jafnt og þétt og mæting á fundi slær met á hverjum degi. Sellufundi má finna í eldhúsum út um alla borg, alla morgna og öll kvöld.
Fólk er óánægt, það þyrstir í lýðræði og samræðu. Það styður sitt fólk og gagnrýnir sitt fólk, það skilgreinir jafnaðarstefnuna í gjörbreyttu samfélagi og talar sig hást um pólitík, ný gildi, velferð og jafnrétti. Fólk talar um Evrópu og framtíðina. Fólk hefur áhyggjur og ber von í brjósti.
Það sem meira er um vert; fólk skráir sig til leiks og vill taka þátt í endurmótun samfélagsins.
Nú er ekki tími til að sitja hjá og láta sér standa á sama.
10 ummæli:
Á hinn bóginn er fjöldi manns sem kaus Samfylkinguna síðast (meðal annars ég) sem hugsar nú alvarlega sinn gang. Með hverjum deginum sem líður án þess að ráðamenn úr röðum Samfylkingarinnar krefjist einróma kosninga minnka möguleikarnir á því að ég vilji koma nálægt þessu liði í framtíðinni. Af hverju eru þessir einstaklingar innan Samfylkingarinnar sem rísa upp núna og vilja kosningar, að því er virðist nauðbeygðir, ekki fyrir löngu búnir að tjá skoðun sína? Af hverju er bankamálaráðherra ekki fyrir löngu búinn að segja af sér? Þetta er bara sama ótrúverðuga valdabröltið og hjá öðrum, því miður.
ÞES
Sammála síðasta ræðumanni. Ég kaus Samfylkinguna síðast en er með miklar efasemdir nú. Ég vil skýrari svör. Ég vil allt upp á borðið núna, ekki á morgun og ekki eftir einhver ár. Ég vil draga einhvern/einhverja til ábyrgðar núna. Það er fullt af sögusögnum í gangi í þjóðfélaginu, afskriftir skuldir bankamanna upp á milljarða, svikmyllur í aðdraganda bankahrunsins o.s.fr. sem ég vil fá svör við hvort eru réttar og bankaleynd hvað, setja lög og afnema bankaleyndina, hætta að tala og gera þess meira.
kv.
Elín Sigríður Óladóttir
Oddný nú er Samfó algerlega búið að klúðra málunum, Ingibjörg búin að afboða kosningar í vor.
Þið eruð heybrækur og aumingjar og í engu skárri en sjallarnir eða framsóknarræflarnir, getið ekki hætt að raða ykkar fólki á ríkisgarðana, ekki getið þið afnumið eftirlaunafrumvarpið ekki getið þið losað okkur við Davíðsfíflið.
Til hvers eruð þið eiginlega gagnleg?
ÉG ER FARIN frá þessu skítalandi for good!
Ingibjörg er greinilega búin að missa tengslin við ykkur "venjulega samfylkingarfólk". Fundirnir ykkar eru ekki að skila sér upp í turn. Sorglegt.
"Kosningar koma ekki til greina".
Gæturðu útskýrt þetta fyrir mér í ljósi þess sem þú sagðir um daginn að hægt væri að kjósa strax á nýju ári?
(Þú vitnaðir í grein eftir ISG í Mogganum).
Bestu kveðjur-
Ingibjörg var að svara fyrir mig kaus smafó síðast geri það ekki aftur.
Kv.
Ágúst Guðbjartsson
Forysta flokksins verður að hlusta á grasrótina. Ef hún kýs að sniðganga hana þá verður hún að færa fyrir því sterk rök. Flokksstjórnarfundurinn á morgun er kjörið tækifæri til þess.
"Fólk er óánægt, það þyrstir í lýðræði og samræðu." Reynsla síðustu vikna sýnir okkur skýrt að samfylkingin hefur ekki nokkurn áhuga á lýðræði og samræðu. Allar gerðir stjórnarinnar snúast um að bjarga eigin skinni hanga á völdum valdanna vegna.
"Aðgerðir í þágu heimilana" er svo afar sorglegur brandari í boði ríkisstjórnarinnar.
Er þetta starf allt unnið til þess að hlaða undur afturendann á núverandi forystu Samfylkingar?
Hvað er það sem ég kýs ef ég kýs Samfylkinguna?
Kæri Oddur
Ummæli hennar voru í viðtali við hana í Morgunblaðinu fyrir þremur vikum, ekki grein.
Skrifa ummæli