06 nóvember 2008

Bless mislægu gatnamót

Sigur íbúasamráðs og skynsamlegrar samgöngustefnu hefur verið unnin í henni Reykjavíkurborg. Horfið hefur verið frá hugmyndum um þriggja hæða mislæg gatnamót á vegum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 


Þar með hefur eitt helsta stefnumál Sjálfstæðisflokks (og F-lista) í síðustu borgarstjórnarkosningum verið slegið út af borðinu. 

Fyrir tilstuðlan Samfylkingar var settur á fót samráðshópur um umferðarmál á gatnamótunum sem í sátu fulltrúar frá einum öflugustu íbúasamtökum borgarinnar, íbúasamtökum Hlíðahverfis. Eftir að hópurinn hafði vegið og metið helstu sjónarmið, íbúatölur og önnur gögn náðist samstaða um að leggja Miklubraut í stokk og láta núverandi gatnamót halda sér að öðru leyti. 

Okkar maður Stefán Benediktsson, elsti varaborgarfulltrúinn en engu að síður síungur, sat fyrir okkar hönd í hópnum. Frábær félagi, arkitekt, húmanisti og húmoristi. Hann hefur sannarlega staðið vaktina í þessari vinnu. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er til fyrirmyndar hvernig unnið hefur verið að útfærslu gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í árangursríku samráðsferli. Þessi vinnubrögð eru táknræn fyrir hinn nýja og árangursríka meirihluta borgarstjórnar sem hefur einitt tekið upp svipað samráðsferði við gerð aðgerðaráætlunar fyrir Reykjavíkurborg og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavík.

Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn í Reykjavík!

Unknown sagði...

Jibbý! Ég hef alla tíð verið á móti þessum mislægu gatnamótum, bý við Kringlumýrarbraut þannig að þetta eru gleðifréttir fyrir mig persónulega líka sem og aðra íbúa í nágrenninu. Frábært að það sé góð sátt um þessa niðurstöðu.

Nafnlaus sagði...

Frábær lausn. Vonandi halda menn áfram og framlengja, seinna meir, stokknum undir Háaleitisbraut og yfir (undir) Grensásveg. Best væri að koma allri þessari bílaumferð ofan í holræsin í framtíðinni. :)

Jói á hjólinu