Undarlegur hrollur læddist upp eftir bakinu á mér við lestur þessa ljóðs:
Þjóðskörungur
leiddi þjóð sína
ódeigur
inn í árþúsund
nýrra vona,
nýrra hugsjóna.
Heill sér þér Davíð
Hannesar jafni.
Ljóðið er eftir Halldór Blöndal. Frumflutt í sextugsafmæli vinar hans Davíðs Oddssonar. Og ort til hans. Ekki eru það öfugmælin sem valda hrollinum heldur eitthvað annað sem tengist körlum sem of lengi hafa setið á valdastólum. Nú er ég komin á hættulegu kvenrembu-fínu-línuna mína og ætla því að láta staðar numið.
En ég segi þó þetta: Þegar ég verð sextug þá vona ég sannarlega og innilega að Bryndís Ísfold, Sigríður Ingibjörg og aðrar stórvinkonur mínar úr pólitíkinni yrki ekki upphafið ljóð til mín og lesi upp í stórum sal fullum af fólki. (Heill sér þér Oddný, valdanna kyrja...)
Ég vona að við fáum okkur bara í glas og skellum okkur svo í karókí.
3 ummæli:
Ég verð í klappliðinu og flissa með. Hvar í veröldinni fannstu annars þennan kveðskap?
kv
Sigurður Ásbjörnsson
Finnst nú dálítið fyndið að Halldór skuli jafna Davíð við Hannes. Hann á við Hólmstein, er það ekki?
Sæll Siggi
Ég fann hann á bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar. Það er linkur í færslunni.
Kæri Hallsteinn
Ég held hann eigi við H. Hafstein. Ég vona að hann eigi við H. Hafstein!
Skrifa ummæli