Það hlýtur að vera fokið í flest skjól þegar sitjandi þingmenn - og öflugar konur í meirihluta kvarta sáran undan því að vera sniðgengnar þegar meiriháttar ákvarðanir eru teknar fyrir hönd þjóðarinnar. Kannski ætti þjóðin ekki að einblína á vonlausa þingmenn og tala fyrir fækkun þeirra. Kannski ættum við að tala fyrir því að hlustað sé á þá fulltrúa sem hún kaus!
Guðfinna, Ólöf og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafa allar talað opinskátt gegn peningamálastefnunni, sitjandi Seðlabankastjórn og með Evrópusambandsaðild.
Ætli samflokksmenn þeirra séu að ,,taka þöggunina á´etta"? Refsa þeim fyrir óhlýðnina? Það hefur verið gert gagnvart hugrökkum sannleiksleitandi konum í gegnum tíðina. Með góðum árangri. Því er nú verr og miður.
Haldið áfram baráttunni stelpur. Þjóðin er í gíslingu Sjálfstæðisflokksins og þið eruð eina vonin.
6 ummæli:
Þær ráða því sjálfar hvernig þær greiða atkvæði. Það er með öllu óskiljanlegt hvað þær eru að meina.
Getur verið að konur láti vaða yfir sig? Getur verið að konur eigi ekkert erindi í stjórnmál?
Doddi
Kæri Doddi
Ég held það sé yfirhöfuð ekki verið að greiða atkvæði á Alþingi þessa dagana.
Ef konur búa yfir þeim kostum að segja skoðun sína og skoðun mikils meirihluta þjóðarinnar um leið þá held ég að þær eigi einmitt geysilega mikið erindi í stjórnmál.
Algjörlega sammála því að við ættum heldur að berjast MEÐ alþingismönnum (og konum) fyrir því að þeir fái yfirhöfuð að taka þátt í málunum. Þeir fá ekki upplýsingar og fá ekki aðkomu að umræðum um grundvallarmál! Þetta eru okkar fulltrúar og við eigum heimtingu á að þau séu involveruð! Þetta er auðvitað gert til að tryggja þöggunina, sem er óþolandi með öllu! Þetta er valdarán og ekkert annað.
Erla V
Er Pétur Blöndal kona? Mér hefur aldrei þótt hann neitt sérstaklega kvenlegur... ;)
Þessi fyrirsögn er nú óviðeigandi, "Þöggun í boði Sjálfstæðisflokksins"
Mér finnst þessi fyrirsögn réttari
"Ráðaleysi og Heimska og vanhæfi í boði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar"
Ekki sé ég að þið séuð hóti betri.
t.d. ef orðið hefði smá jarðskjálfti á Suðurlandi þá væri starfandi stjórnstöð almannavarna 24-7 þar sem um væri að ræða samræmda aðgerðastjórnun og upplýsingagjöf.
Á sama tíma og þessar hamfarir hafa dunið á þjóðinni hafið þið leyft hlutunum meira og minna að dankast og ljúgið og ljúgið og ljúgið aðeins til að fresta því að hið sanna komi í ljós.
Og ekki virðast kvenráðherrar hótinu betri en karlráðherrar þannig að kynjabreytan er bara til að drepa málina á dreif.
Er Flokkurinn að klofna í tvennt?
(Ráðherra versus þingmenn?)
Skrifa ummæli