02 nóvember 2008

Auglýst eftir villigötum

Getur einhver upplýst mig um á hvaða villigötum umræðan um eftirlaunafrumvarp þingmanna er? Það kemur ekki fram í frétt RÚV og ég hreinlega nenni ekki að hlusta á allan þáttinn til að komast að hinu sanna. 

Meinar Bjarni að umræðan eigi ekki rétt á sér? Á hún að vera einhvern veginn öðruvísi? 
Hvernig? 

Það er grátlegt að ekki sé hægt að afgreiða þetta fyrir jól. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þér. En ... er ekki kominn tími til að fréttamenn fari að spyrja fleiri en Ingibjörgu Sólrúnu um framgang málsins? Hvað vill samstarfsflokkurinn? En Ögmundur? Af hverju heldur Valgerður það takist ekki að breyta lögunum fyrir jól?
Það tók korter að setja lögin á. Hvað er svona flókið við að hreinlega afnema þau? Afturvirkt. Fari þeir þá í mál sem hafa geð í sér.
alla

Nafnlaus sagði...

Lights go on, lights go off. Þarf ekki að vera flókið er það?

Nafnlaus sagði...

Kæra Oddný. Mæl þú manna heilust.

Ef til vill ætti frekar að auglýsa eftir heilindum Bjarna Benediktssonar og Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrum viðskiptaráðherra útrásarinnar.

Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur frá fyrra þingi kemur einmitt í veg fyrir að þingmenn geti sviðsett meiriháttar ágreining um eignarréttarákvæði stjórnarskrár, en flestir þrá þeir að ónýta málið með slíkum óheilindum. Þeir gætu þó hafa séð að sér í ljósi þess hve gengi þeirra hefur lækkað síðustu daga.

Í greinargerð með frumvarpi Valgerðar segir einmitt:

“Áhöld hafa verið um hvort eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verndi þau réttindi sem fólk hefur áunnið sér eða fengið samkvæmt hinum umdeildu lögum. Til að forðast að málið lendi í sjálfheldu málalenginga á grundvelli formsatriða, svo sem tengsla eignarréttarákvæða við löggjöfina frá 2003, er gert ráð fyrir að áunnin réttindi samkvæmt hinum umdeildu lögum skuli í engu skert.”

Þar kemur líka fram hvað “afnám eftirlaunaósómans” þýðir. Það er lykilatriði að halda til haga í umræðunni:

“Markmiðið með flutningi frumvarpsins er að alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar njóti sömu lífeyriskjara og ríkisstarfsmenn, en búi ekki við sérstök forréttindi [...].”

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Það sem þó er rétt hjá Bjarna Benediktssyni, er að ekki nægir að afnema lögin frá 2003.

Það þarf að afnema forréttindin.

Það gerir frumvarp Valgerðar snöfurmannlega.

Rómverji