07 nóvember 2008

Þrándur, Brúnn og Gunnar

That´s funny. Litlir fuglar úr öllum flokkum hvísla því stöðugt að mér að helstu þrándar í götu afnáms eftirlaunafrumvarpsins komi úr stjórnarandstöðunni. Annar er frá Brúnastöðum og hinn frá Gunnarsstöðum. 

Það fer að verða þröngt í kjöltu Davíðs. 

24 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brúnastaðir er þar sem tveir Framsóknarmenn koma saman, en hver er Gunnarsstaðabóndinn?

Nafnlaus sagði...

Hver heldur þú að trúi því.
Ef samfylkingin þyrði að standa með vinstri grænum í þessu máli yrðu hinir að koma með eða verða fyrir enn meiri löskun en orðið er.
En þið annað hvort þorið því ekki af Því að þá gætu sjallarnir farið með framsókn og frjálslyndum í stjórn eða þið viljið ekki missa forréttindin, hvort er það?
hvernig væri nú að samfylkingarþingmenn kæmu fram og segðust styðja frumvarpið? Það verður aldrei betra augnablik en núna og þessi lög eru ÞVÍLÍKUR ósómi að leitun er að öðru eins.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki rétt hvað Steingrím varðar, sbr. fréttir í dag. Hann mætti þó taka sterkar til orða gegn afglöpum Gunnars Páls, sbr. Kjartan Jóhannsson í Mogganum í dag. Er það tilfellið að það renni betur blóðið í gömlum pólitíkusum sbr. Kjartan og Jón Baldvin? Þetta eru óttalegir durgar flestir í stjórnarandstöðunni og veita stjórninni lélegt aðhald.

Nafnlaus sagði...

:)
Skyldi þó ekki vera!
En Samfylikingin er samt ekkert obboðslega að flýta sér...

Nafnlaus sagði...

Þú verður að útskýra fyrir vitgrönnum hvernig að tveir þingmenn úr stjórnarandstöðu geta staðið í vegi fyrir að stór meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks afnemi eftirlaunalögin. Getur ekki meirihlutinn á Alþingi afnumið eftirlaunalögin í krafti þess að vera meirihluti?

Oddný er sagði...

Kæru allir

ISG hefur sagt að hún vilji afgreiða málið fyrir jól. Samstarfsflokkurinn vill tefja málið á lögtæknilegum forsendum - m.a. þeim að verið sé að afnema stjórnarskrárbundin réttindi af pólitíkusum.

Ég segi eins og margir í Samfylkingu: Afnemum réttindin og látum þá sem raunverulega vilja láta reyna á lögin fara í mál - hafi þeir geð í sér til þess.

En ef oddvitar stjórnarandstöðuflokkanna væru sannarlega æstir í að afnema lögin... af hverju er þetta þá ekki gengið í gegn? Er ekki eitthvað tregðulögmál í gangi? Og hvaðan kemur það????

p.s. Í nefndinni sem skoðar afnám laganna sitja oddvitar allra flokka. Þeir ráða för.

Nafnlaus sagði...

Oddný

Bæði nauðsynlegasta og vinsælasta jólagjöfin í ár til þjóðarinnar er AFNÁM eftirlaunafrumvarpsins. Það gæfi fólki smá von um að eitthvað réttlæti sé við lýði og færði því trú.

Sá flokkur sem kemur því í þann farveg að það klárist mun seint gleymast neinum kjósanda.

Svo virðist sem þið í Samfylkingunni náið ekki að klára ykkur af því þó í stjórn séðuð. Why?

Get it done, please, og engar afsakanir, takk.

Nafnlaus sagði...

Ha, hef aldrei sent innlegg á þessa síðu en hér virðist ritskoðun í gangi.

Hef aldrei lent í þessu áður á eyjan.com

Hmmm!

Socrates

Nafnlaus sagði...

Það er vitað að ISG hefur engan áhuga á að afnema lög sem tryggja hagsmuni hennar. Hún hefur alla tíð spilað á kerfið. Hún keyrði um á jeppa frá Heklu, eftir hún hætti sem borgarstjóri, hún var í London á kostnað skattgreiðenda. Hún lét Samfylkinguna kaupa handa sér föt osfrv.
Hvað þarf annars stóran þingmeirihluta til að beygja Steingrím?
Doddi

Oddný er sagði...

Kæri nafnlaus

Gæti ekki verið meira sammála þér með jólagjöfina.

Kæri Sókrates

blogger.com býður upp á að eigendur bloggsíða staðfesti komment áður en þeir hleypa þeim í gegn. Ég hleypi öllum athugasemdum í gegn nema þau særi blygðunarkennd mína og annarra.

Nafnlaus sagði...

uhmm Oddný

Þannig að Steingrímur er að leggja fram frumvarp á alþingi til að afnema sérréttindi eftirlauna frumvarpsins og ætlar svo að greiða atkvæði gegn því ef það kemst svo langt.

Common Oddný ekki reyna að troða svona rugli framan í fólk. Þetta er hreinlega móðgandi að horfa uppá svona ómerkilegan málflutning frá þinni hendi.
Móðgandi fyrir alla þjóðina hvar sem fólk stendur í flokki.
Móðgandi við greind fólks.

Sennilega ertu nú mest að móðga sjálfa þig með svona ótrúlega ómerkilegum skrifum sem eru framkvæmd undir formerkjum gróu á leyti, "ég segi þetta ekki sko bara litlir fuglar"
Þetta er sennilega það ómerkilegasta sem ég hef séð lengi og í þeim málum er um auðugan garð að gresja um þessar mundir.

Brúnt í brók, þinni Oddný

góðar stundir
Páll Kristjánsson

Ljónshjarta sagði...

Þegar verið var að koma eftirlaunafrumvarpinu í gegn var þeim rökum beitt að erfitt væri fyrir stjórnmálamenn að fá vinnu að loknum ferli í pólitík.

Nú er staðan þannig að erfitt er að fá vinnu sama hvort maður hefur verið á þingi eða ekki.

Aukinheldur benti ónefndur þingmaður mér einu sinni á að mikið af þingmönnum væru yfirhöfuð óeftirsóknarverðir starfskraftar...aðallega sökum leti.

Nafnlaus sagði...

Það er hámark Samfylkingarmennsku að kenna minnihluta þingmanna um að einhver lög séu ekki komin í gegn. Auðvitað hefur núverandi meirihluti þetta alt á hendi sér en hefur ekki gert neitt í málinu síðan að ríkisstjórnin var mynduð. Af hverju var til að mynda frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur ekki samþykkt á síðasta þingi? Varla hafa tveir þingmenn úr stjórnarandstöðu komið í veg fyrir það líka. Nú liggur fyrir frumvarp Vinstri grænna um málið en ekkert frá Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Er það til marks um að Gunnarsstaðarbóndinn sé þrándur í götu málsins? Samfylkingin hlýtur að geta samþykkt það frumvarp eða hvað? Ætlar hún að vera þrándur í götu þess? Legg svo til að Samfylkingarfólk hætti að kenna minnihluta þingmanna um mál sem hún ber sjálf ábyrgð á sem flokkur í ríkisstjórn hvort sem að það er Davíð Oddsson eða eftirlaunalögin.

Nafnlaus sagði...

Það getur verið að Brúnastaðabóndinn fari sér hægt í málinu - án þess ég viti það - en það er jafn ljóst að Siv Friðleifsdóttir hefur heldur betur slegið í Samfylkingarhryssuna - sem virðist samt vera nokkuð stöð -þannig að ekki er nú við Framsóknarmaddömuna að sakast!

Nafnlaus sagði...

Það er svo skrýtið með þessa litlu fugla; þeir tísta og tísta og yfirleitt er alltaf eitthvað til í því sem þeir vilja segja okkur.
Það er talsvert langt síðan litlir fuglar hvísluðu þessu að mér - og ég hef hreint enga ástæðu til annars en trúa þeim.
Ég er sannfærð um að ef Samfylking fengi að ráða væri búið að afnema þessi óréttlátu lög.

Nafnlaus sagði...

Trúir þú því virkilega sjálf Oddný, að tveir menn í stjórnarandstöðu komi í veg fyrir að þetta mál nái fram að ganga á Alþingi?? Hvaða gagn er þá í þessum "sterka" meirihluta?? Ingibjörg Sólrún er greinilega mótfallin því að fella eftirlaunaósóman úr gildi. Það er öllum mönnum ljóst að ef hún vildi breytingar - þá yrðu þær breytingar. Ekki satt? hún er svo ofboðslega öflugur leiðtogi. Getur allt sem hún vill.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki að fatta flest af því sem er að gerast á Íslandi núna enda bý ég erlendis.

Það er þó eitt atriði sem mér finns lífsnauðsynlegt að sé krufið til mergjar núna. Algjört must og þeir sem eru í aðstöðu til þess eigi að skoða það ofaní kjölinn. Það er eftirlaunafrumvarpið.

Samfylkingin hefur gefið það út að hún vilji það burt strax. Sama hafa V.G. sagt. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að fá afstöðu hvers þingmanns fyrir sig upp á yfirborðið, hvers flokks fyrir sig og þessu síðan hrint í framkvæmd og það fyrir jól.

Það væri í senn jólagjöf og sárabætur til þjóðarinnar fyrir allt það óréttmæti sem hún hefur mátt þola og gerir enn. Það myndi gefa smá von upp á framhaldið og færa fólki (sumu) trú á að þessi Löggjafarsamkunda okkar sé í raun að vinna þjóðinni til heilla og telji sig ekki hafin yfir ástandið sem nú ríkir.

Hvað er hægt að gera til að þrýsta á þetta með beinum hætti? Getur þú beitt þér í þessu þjóðþrifamáli? Þetta er móralskt gífurlega mikilvægt því við þurfum svör við því hverjir eru að vinna með okkur, á sama plani, og eru tilbúnir að sýna það í verki.

Ef við getum ekki fengið svona einfalt mál á hreint og uppá yfirborðið núna strax og leyst úr því almennilega þá á þessi þjóð sér enga von til framtíðar.

Kannaðu málið, takk.

Kveðja, Socrates

Nafnlaus sagði...

Á minnimáttarkennd Samfylkingarinnar sér engin takmörk?

Oddur Ólafsson sagði...

Þetta var afspyrnu lélegt af þér.

Þinn flokkur gerði þetta að kosningamáli. Þinn flokkur setti þetta í stjórnarsáttmála. Þín ríkisstjórn gerði ekkert í sumar í málinu eins og hún hafði lofað.

Ég tel að þetta sé mál sem hefði verið hægt að leysa innan fjölskyldu þeirra Valgerðar og Björns, eða var það ekki hún sem var til með frumvarp sem ekki fékkst lagt fram?

Hvers vegna fékkst það ekki tekið á dagskrá? Varla ráða þeir því Steingrímur og Guðni.

Hefði átt von á öðru en svona smjörklípu frá þer:)

Nafnlaus sagði...

Það kemur alltaf sama tuggan frá Samfylkingunni, í stjórn eða ekki.

Það trúir því ekki nokkur maður með hálfa hugsun að stjórnarandstöðunni sé um að kenna í þessu máli frekar en ríkisstjórninni.

Segðu heldur frá því sem raunverulega tefur, þú virðist vera með puttann á púlsinum.

Nafnlaus sagði...

Nei hættu nú alveg.
Þú verður að skýra þetta betur út fyrir okkur almúganum en með einhverjum funny kommentum.
Guðni og Steingrímur stoppa þetta aleinir og Steingrímur leggur samt fram frumvarp til að afnema ósómann?

Oddný er sagði...

Kæru kommentorar

Þessar staðreyndir liggja fyrir:

Steingrímur J. Sigfússon samþykkti eftirlaunafrumvarpið á sínum tíma. Daginn eftir fór hann á fjöll og lét ekki ná í sig enda var reiði almennings gríðarleg. Hann hefur í raun aldrei svarað almennilega fyrir það að hafa samþykkt lögin. Þuríður Backmann flokkssystir hans var meðflutningsmaður tillögunnar.

Fyrst núna, árið 2008, kemur fram tillaga frá VG um að afnema lögin. Samfylking hefur a.m.k. lagt tvisvar fram tillögu um að afnema þau. Jóhanna Sig og Magga Frímannsdóttir fyrst - og síðast Valgerður Bjarnadóttir. Samfylkingin hafði það sem stefnumál að afnema lögin - ekki VG.

Ingibjörg Sólrún hefur ætíð viljað afnema þessi lög, talaði um það á landsfundi og Samfylkingin gerði það að kosningamáli.

Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn var ákveðið að setja málið í þann farveg að formenn flokkanna skipuðu nefnd sem færi ofan í málið. Steingrímur J var því samþykkur en dró svo úr þeirri málsmeðferð og hefur nú lagt fram tillögu. Sem er gott mál.

En þetta mál er náttúrlega hið allra vandræðalegasta fyrir hann - skiljanlega. Og skiljanlega erfitt fyrir hann að vinna málinu brautargengi og sjá Samfylkinguna standa með pálmann og heiðurinn í höndunum.

Guðni stóð auðvitað að eftirlaunaósómanum eins og aðrir Framsóknarmenn - en mig minnir að Valgerður hafi sagt á þingi um daginn að fyrir lægi nýleg flokkssamþykkt um að afnema ætti lögin.

Þeir eru að þæfa málið í nefndinni. Nú veit ég ekki hvað þeir eiga sjálfir langt í að uppfylla skilyrðin um eftirlaunaréttinn. Verðugt rannsóknarefni fyrir góðan blaðamann.

Nafnlaus sagði...

Steingrímur J. og VG hafa lagt frumvarp fram á þessu þingi um að afnema beri eftirlaunalögin. Það hefur Samfylkingin ekki gert. Samfylkingin gat heldur ekki samþykkt eigið frumvarp sem flutt var af Valgerði Bjarnadóttur á síðasta þingi. Hvort að Ingibjörg Sólrún hafi talað um að afnema lögin skiptir engu máli þegar það er ekki gert. Ingibjörg hefur bara ekki sýnt það frumkvæði að flytja slíkt frumvarp en það hefur Steingrímur gert. Og hér er hún: http://www.althingi.is/altext/136/s/0134.html

Það hefur nefnilega ekkert lagalegt gildi að lofa hlutum ef að ekki fylgir vilji til að fylgja því eftir á Alþingi.

Samfylkingin gerði því best í því að samþykkja frumvarp Steingríms og VG. Eða ætlar hún að taka stöðu með Sjálfstæðisflokknum eins og hún hefur gert með því að setjast í ríkisstjórn með honum?

Nafnlaus sagði...

Hmm, Oddný... af hverju er það "rannsóknarefni fyrir góðan blaðamann" að lesa lög sem eru á vef Alþingis og fara svo inn á vef Alþingis og lesa þar um þingreynslu þessarra tveggja manna?

Þetta er ekki flókið verkefni. Raunar ætti hver einasti tíundubekkingur að ráða við það - hvað þá fólk með reynslu af sveitarstjórnarmálum sem á að kunna að lesa lög. Ég myndi í það minnsta hafa verulegar efasemdir um hæfni þess stjórnmálamanns sem ræður ekki við þetta verkefni sjálfur.

Svo ég hvet þig til að tékka bara á þessu sjálf, frekar en að varpa fram dylgjum og láta þær hanga í loftinu. Það er frekar lélegt.