24 nóvember 2008

Háskólabíó

Megi forsvarsfólk opnu borgarafundanna fá þakkir fyrir sitt framtak. Fundurinn í kvöld var gríðarlega kröftugur og voru Þorvaldur Gylfason og Margrét Pétursdóttir fremst meðal jafningja. 


Það er grátlegt að gjáin milli þings og þjóðar hafi fengið óhindrað að breikka svo síðastliðin áratug að fundir sem þessir nái flugi fyrst þegar íslenskt samfélag logar stafna á milli. 

Samtal þings og þjóðar á að vera sífellt og lifandi. Það er hlutverk stjórnmálafólks framtíðarinnar að sjá til þess. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oddný þú getur breytt þessu ef þú vilt....

þú þarft bara að berjast aðeins fyrir því...

Ég hef fulla trú á þér... þó svo að ég hafi ekki kosið þig hingað til....

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála, mín kæra.

Nafnlaus sagði...

Hef fulla trú á þér frænka og veit að þú kemur til með að gera þitt til að breyta þessu til framtíðar! En það þýðir ekki að vera með neitt hálfkák...Freyja