Þetta er gaman að sjá. Til að forgangsakreinarnar virki verða aðrir ökumenn að virða þær.
3 ummæli:
Nafnlaus
sagði...
Það þarf reyndar að breyta þessu þannig að þetta sé forgangsakrein fyrir strætó og hljólreiðafólk en ekki leigubíla. Af hverju þurfa leigubílar að hafa leyfi til að nota forgangsakrein? Leigubílar eru ekki almenningssamgöngur og leigubílar eru ekkert betri en aðrir bílar í umferðinni, þó það séu reyndar oft tveir í leigubílum en ekki bara einn eins og í einkabílum.
Ég held að þetta sé bara þessi hefðbundna atvinnubílstjórafrekja -- sama frekjan og þeir ítrekuðu svo eftirminnilega í vor, með að þeir þurfi ekki að hvíla sig eða virða umferðareglur almennt.
Af hverju sektar ekki lögreglan nú þegar á grundvelli almennra umferðarlaga? Forgangsakreinar strætó eru þegar merktar með umferðarmerkinu "Allur akstur bannaður" og svo er sett undantekning fyrir almenningssamgöngur.
Getur einhver sagt mér af hverju sektir við broti gegn bannmerkjum í umferðinni hætta að eiga við þegar merkið snýr að forgangsakreinum strætó?
Hjólreiðafólk hefur ítrekað talað fyrir því að mega nýta forgangsakreinar. Ég er því fylgjandi en margar hættur eru því þó samfara. Óvanir hjólreiðamenn, ekki síst börn og ungmenni, geta varla verið öruggir á forgangsakreinum. Þær henta þrælvönum hjólreiðamönnum en varla öðrum. Umferðin er of þung til þess.
Varðandi lagabreytingu: Jú, ég held það þurfi lagabreytingu því eins og ég skil það þá eru forgangsakreinar ekki bundnar í lög. Það ,,má" því keyra á þeim.
3 ummæli:
Það þarf reyndar að breyta þessu þannig að þetta sé forgangsakrein fyrir strætó og hljólreiðafólk en ekki leigubíla. Af hverju þurfa leigubílar að hafa leyfi til að nota forgangsakrein? Leigubílar eru ekki almenningssamgöngur og leigubílar eru ekkert betri en aðrir bílar í umferðinni, þó það séu reyndar oft tveir í leigubílum en ekki bara einn eins og í einkabílum.
Ég held að þetta sé bara þessi hefðbundna atvinnubílstjórafrekja -- sama frekjan og þeir ítrekuðu svo eftirminnilega í vor, með að þeir þurfi ekki að hvíla sig eða virða umferðareglur almennt.
Af hverju sektar ekki lögreglan nú þegar á grundvelli almennra umferðarlaga? Forgangsakreinar strætó eru þegar merktar með umferðarmerkinu "Allur akstur bannaður" og svo er sett undantekning fyrir almenningssamgöngur.
Getur einhver sagt mér af hverju sektir við broti gegn bannmerkjum í umferðinni hætta að eiga við þegar merkið snýr að forgangsakreinum strætó?
Þarf nokkra lagabreytingu?
Sælir veri nafnlausir
Hjólreiðafólk hefur ítrekað talað fyrir því að mega nýta forgangsakreinar. Ég er því fylgjandi en margar hættur eru því þó samfara. Óvanir hjólreiðamenn, ekki síst börn og ungmenni, geta varla verið öruggir á forgangsakreinum. Þær henta þrælvönum hjólreiðamönnum en varla öðrum. Umferðin er of þung til þess.
Varðandi lagabreytingu: Jú, ég held það þurfi lagabreytingu því eins og ég skil það þá eru forgangsakreinar ekki bundnar í lög. Það ,,má" því keyra á þeim.
Skrifa ummæli