03 nóvember 2008

Amma hans Obama látin

Madelyn Dunham, amma Baracks Obama er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein um hríð. 

Það er líklega ekki hægt að setja sig í spor manns sem barist hefur dag hvern í eitt ár fyrir því að verða forseti Bandaríkjanna. Hvernig líður honum daginn fyrir kjördag? Hvernig líður konunni hans og börnum? 

Sama dag missir hann ömmu sína sem skipti hann gríðarlega miklu máli. 

Ég óska Obama góðs gengis á morgun. Og vona heitt og innilega að hann fari með sigur af hólmi og fari betur með vald sitt en forveri hans.  

Engin ummæli: