03 nóvember 2008

Nauðsyn heiðarlegs uppgjörs

Hér er svar Fjármálaeftirlitsins við spurningum Morgunblaðsins sem sprottnar voru af sögum þess efnis að skuldir væru felldar niður hjá lykilstarfsmönnum banka til að halda þeim í starfi. 


Tölvupóstur með slíkum sögum gengur nú á milli fólks og raunar hafa sögur þess efnis grasserað lengi. 

Það sem ósanngjarnast er að sögur sem þessar koma óorði á stór fyrirtæki þar sem fjöldi fólks starfar. Eins og sögur af bruðli, ofurlaunum og lúxus sem óhjákvæmilega koma afar illa við fólk á þessum síðustu og verstu tímum. 

Starfsfólk bankanna kom líka illa út úr hruni fjármálakerfisins, starfsmenn ákveðinna deilda sem tengdust mest útrásinni sem og framlínustarfsmenn. 

En til þess að geta hafist handa við endurmótun samfélagsins verður að gera upp þann kúltúr sem óneitanlega tengdist ákveðinni starfsemi bankanna. 

Fólkið í landinu átti þessa banka. Þeir voru seldir fyrir slikk. Og á örfáum árum var þeim siglt í kaf og nú eru bankarnir aftur komnir í eigu fólksins í landinu - með himinháa skuldabagga. 

Það er ósköp eðlilegt að fólk vilji vita hvað átti sér stað í millitíðinni. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Moggin vitnar í en birtir ekki neina sérstaka yfirlýsingu frá FME?

Hvað er það nákvæmlega sem FME svarar, og hvaða spurningu er verið að svara?