26 nóvember 2008

Kærleikskúlan

Í dag var Halaleikhópnum afhent Kærleikskúlan. Kúlan sú er hönnuð af Gjörningaklúbbnum og er ákaflega kyssileg eins og sjá má hér. Það er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem veitir kúluna ár hvert og selur svo óróa á aðventu til styrktar starfseminni.

Pabbi minn Sturla Þengilsson hefur starfað í stjórn Styrktarfélagsins í fleiri ár ef ekki áratugi - og nú er hann formaður stjórnar. Pabbi fékk lömunarveikina sem barn og er bæklaður á öðrum fæti. Lömunarveikin varð að faraldri í Reykjavík á 6. áratugnum og ekki sluppu öll börn jafn vel og pabbi.

Styrktarfélagið er heppið að njóta krafta pabba og það er engan bilbug á félaginu að finna í kreppunni. Meðal annars vígðu þau nýbyggingu við húsnæði sitt að Háaleitisbraut fyrir skömmu.

Engin ummæli: