Góð umræða var í borgarstjórn í dag og kvöld um málefni ungs fólks í Reykjavík á tímum efnahagsþrenginga. Umræðan var að okkar frumkvæði og að endingu sammæltist öll borgarstjórn um að leita eftir samstarfi við Vinnumálastofnun og ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, félags- og tryggingamála.
Markmiðið er að gera tillögu að stefnumörkun og aðgerðaáætlun um hvernig Reykjavíkurborg getur í samvinnu við ráðuneytin og Vinnumálastofnun stuðlað að atvinnusköpun, atvinnutengdu námi og auknum menntunarmöguleikum ungs fólks.
Eins hófum við umræðu um aukið samstarf milli borgarstofnanna, íbúa og frjálsra félagasamtaka. Samfó og VG töluðu einum rómi um þá miklu lýðræðisvakningu sem á sér stað í samfélaginu og mikilvægi þess að borgin fangi þá bylgju með því að styrkja íbúalýðræði, auka valddeilingu til hverfanna og stuðla að aukinni virkni meðal íbúanna.
02 desember 2008
16-25 ára og samstarf í henni Reykjavík
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli