21 desember 2008

Forgangsröðun

Þegar kreppir að setjast fjölskyldur sem og einstaklingar niður og rýna í heimilisbókhaldið. Fitan er skorin burt, forgangsröðun skoðuð upp á nýtt og mikilvægustu atriðin sett á oddinn. 


Góð þumalputtaregla er eftirfarandi: 

Ef fjárútlátin eru ný af nálinni, þ.e.a.s. ef viðkomandi fjölskylda/einstaklingur hefur komist af ÁN þess að eyða í X undanfarin ár eða áratugi má líklegast skera það niður. 

Þess vegna er það mér óskiljanlegt að aðstoðarmenn þingmanna skuli lifa kreppuna af. 

Ekki er hægt að færa rök fyrir því að hér sé um atvinnusköpun að ræða (30% störf í flestum tilvikum).
Ekki er hægt að færa fyrir því rök að hér sé um grunnþjónustu að ræða.
Ekki er hægt að færa fyrir því rök að löng hefð sé fyrir aðstoðarmönnum þingmanna og að þeir geti því vart lifað án þeirra. 

Það er hægt að gera ýmislegt fyrir 60-70 milljónir á ári. Hvað kostaði aftur að halda úti eina barnageðlækninum á landsbyggðinni? 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk, Oddný!
alla

Nafnlaus sagði...

Sammála alla aðstoðarmenn burt af þingi

Nafnlaus sagði...

Sammála alla aðstoðarmenn burt.