12 desember 2008

Maaaaakalaust lýðskrum

Það er varla hægt annað en að mæla með þessu YouTube-myndbandi

 Það er eitthvað við lesturinn sem minnir á gamla tíma en textinn sem lesinn er upp er bara 2ja daga gamall. Hann er orðréttur upp úr grein, Riddara niðurrifsins, eftir Ragnar Halldórsson sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. 

Eiríkur Örn Norðdahl les og minnir helst á suður-amerískan einræðisherra frá miðri síðustu öld.

Makalaus grein en lesturinn greinilega í góðu sambandi. 

Ég verð að hrósa innríminu sérstaklega - tökum dæmi: 

,,Það er mikill vandi
að stjórna landi
ekki síst þegar vandamálin
eru á færibandi".

Snilld. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vandamálið er að þetta er ekki innrím heldur endarím. En hvaða máli skiptir slíkt lítilræði í rauninni í hinu stóra samhengi, sub specie aeternatis?

Nafnlaus sagði...

Gargandi snilld!

Oddný er sagði...

Kæri nafnlaus

Það má kannski segja að endarímið sé brotið upp með innrími vegna hinna augljósu tenginga vandamálanna við vanda, land og færiband. Uppsetning greinarbútsins í ljóðaform er algjörlega á mína ábyrgð, greinarhöfundur lítur líklega ekki á klausuna sem sjálfstætt ljóð. Í meðförum Eiríks varð klausan hins vegar sérlega ljóðræn.

Nafnlaus sagði...

Spangólandidjösssdrullusnilld!

Rómverji