Sinfónían okkar er tilnefnd til Grammy verðlauna - bravó. Jafn gleðilegt og það var gremjulegt að Japanir skyldu afþakka komu hljómsveitarinnar vegna slæms orðspors Íslendinga á alþjóðavettvangi. Heldur fannst konu þá ástandið bitna á þeim sem síst skyldi.
Sinfónían er tilnefnd fyrir flutning á verkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy.
Á YouTube fann ég upptöku með honum sjálfum að spila Poeme des Montagnes, opus 15 nr. 2. Ef YouTube lýgur ekki þá er upptakan frá árinu 1927. Falleg tónlist.
2 ummæli:
Ég held að það sé ekki rétt að Japanir hafi afþakkað komi Íslendinga, heldur hafi íslensk fyrirtæki sem ætluðu að styrkja ferðina klikkað...
Ég held að það hafi ekki verið rétt að Japanir hafi afþakkað komu sinfoníunnar, heldur hafi íslensku styrktaraðilarnir klikkað. Einhvernveginn finnst mér það trúlegri skýring.
Skrifa ummæli