Samfylkingin náði því í gegn á lokaspretti fjárhagsáætlunargerðar fyrir Reykjavíkurborg að horfið var frá því að skera Nýsköpunarsjóð námsmanna niður í 0 krónur.
Það þótti okkur óráð nú þegar námsmönnum fjölgar og ekki verður um auðugan garð að gresja í atvinnumálum ungs fólks á næsta ári.
Við kríuðum það út að Nýsköpunarsjóður námsmanna yrði hækkaður úr 12 milljónum í 20 milljónir. Ekki stór upphæð í hinu stóra samhengi hlutanna en skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Nýsköpunarsjóðinn sem hefur hingað til reitt sig töluvert á framlag Reykjavíkurborgar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli