15 desember 2008

Þorleifur maður að meiri

Þorleifur Gunnlaugsson er maður að meiri eftir atburði helgarinnar. Það er leiðinlegt að hinar mikilvægu unglingasmiðjur hafi komist í sviðsljós fjölmiðla vegna yfirsjónar Þorleifs sem svo ötullega hefur barist fyrir þeim. En hann hefur beðist afsökunar og af þessu ættu ekki að verða neinir eftirmálar, kröfur um að hann segi af sér finnast mér heldur óbilgjarnar.

Svo er vonandi að málefni unglingasmiðjanna sem og önnur mikilvæg mál sem eru undir smásjá borgaryfirvalda í yfirstandandi fjárhagsáætlanagerð, fái faglega og góða umfjöllun næstu vikurnar. Nú er lögð lokahönd á áætlunina og skilin eru tekin að skerpast.

Senn kemur í ljós hvað er á bakvið orðin fögru og úr hverju stjórnmálamenn eru gerðir.

Engin ummæli: