14 desember 2008

Trúnaður

Að mínu mati er það grafalvarlegt mál að Þorleifur Gunnlaugsson hafi í ógáti sent út bréf til fjölmiðla með nafngreindum upplýsingum um erfiðar aðstæður unglingsstúlku. Þorleifur er ötull baráttumaður fyrir velferð borgarbúa en menn verða að vanda sig betur en þetta. 

Málefni unglingasmiðjanna Traðar og Stígs eru mikið til umræðu hjá borgarfulltrúum þessa dagana enda er hér um gríðarlega mikilvæga starfsemi að ræða. 

Aðgát skal þó ávallt hafa í nærveru sálar. Og við borgarfulltrúar verðum að fara vel með þann trúnað sem okkur oft er sýndur. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Smjöööööörrklíííípaaaaaaaa. Annars rétt.

Nafnlaus sagði...

aldrei já ALDREI skal ég géra MISTÖK
kv Baddi

Nafnlaus sagði...

Er ekki svolítið mótsagnakennt, miðað við málflutning þinn, að skrifa um málið á heimasíðu þinni, sem vekur þá enn meiri athygli á því?

Ef þú hneyklast á þessu er þá ekki betra að hringja einfaldlega í Þorleif?