04 nóvember 2008

Konur sem þora

Einhverra hluta vegna eru konur fljótari að kveikja á því að peningamálastefnan sem rekin hefur verið á Íslandi er útrunnin vara. 

Þorgerður Katrín, Valgerður Sverrisdóttir og nú Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Áður hafa Guðfinna Bjarnadóttir og Ólöf Nordal viðrað svipaðar skoðanir. 

Ekki þarf að taka fram að konurnar í Samfylkingunni eru á þeirri skoðun að lofta þurfi hressilega út, fitja þurfi upp á nýjum aðferðum og hætta að stappa í sama spínatinu

Í svipinn man ég ekki eftir konu í Frjálslynda flokknum sem hefur tjáð sig um Evrópumál. 
Ég man reyndar ekki eftir konu í Frjálslynda flokknum yfirhöfuð nú um mundir. 

Þá er einn flokkur eftir. Og nú bíðum við eftir skynsamri kvenmannsrödd (einhverri rödd ef út í það er farið) frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Konu sem áttar sig á vanda heimila og fyrirtækja. Nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu. Framtíðinni.
Konu sem skynjar hinn þunga nið tímans.

Anyone?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Who cares? Frjálslyndi flokkurinn er samansettur af þröngsýnum, leiðinlegum og krumpuðum miðaldra jakkafötum.

Enginn sem þorir þar, karl eða kona. Dauður flokkur...hafi hann nokkurn tíma verið lifandi

Nafnlaus sagði...

hvaða fyrirskipun ætli KONAN í landsbankanum hafi verið að framfylgja þegar hún seldi 365

Oddný er sagði...

Kæri nafnlaus - ætli sé ekki best að þú spyrjir hana sjálfur.

Björn Jónasson sagði...

Þú hlýtur að vera grínast. Þú ert að tala um Valgerði Sverrisdóttur, sem seldi bankana vinum sínum (hún var bankamálaráðherra), fræg fyrir að "gleyma" málverkadýrgripum í Landsbankanum. Þú ert að tala um Þogerði varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem var að tapa milljörðum fyrir sjálfa sig og þjóðina vegna efnahagsstefnu sem hún hefur haft forystu um. Hvað með konurnar í bönkunum, sem þú berð ábyrgð á?
Þórðut S

Oddný er sagði...

Kæri Þórðut S

Ég er ekki sátt við margt sem þessar konur standa fyrir en ég er ánægð með að þær skuli átta sig á mikilvægi þess að horfa til framtíðar í peningamálum þjóðarinnar.

Og þó ég sé mjög ábyrgðarfull týpa þá get ég nú varla kvittað undir að bera ábyrgð á konum þeim sem nú stýra bönkunum.

Enda fjallar færslan mín ekkert um þær og ég hef sannarlega ekki hugmynd um hvar nýju bankastýrurnar standa í Evrópu- og Evrumálum.

Nafnlaus sagði...

Ef þú ert bara að tala um sumar konur, þá verður eiginlega leiðrétta færsluna, þannig að "sumar konur" séu fljótari að átta sig á nýjum tímum, en aðrar konur og þá allir karlmenn.

Þú hlýtur að sjá, að svona tal er eiginlega óleyfilegt. Þú myndir taka eftir því ef einhver segði: "Karlar eru fljótari að átta sig..."

Og að lokum: Þú sem framámanneskja í Samfylkingunni, berð ábyrgð á ríkisstjórninni, bankamálaráðherranum, sem ber ábyrgð á ríkisbönkunum.
Þórður S

Oddný er sagði...

Kæri Þórður

Ég er einmitt að auglýsa eftir fleiri konum í umræðuna og draga fram að sumar konur eru á öðru máli. Þannig að ekki er ég að alhæfa þar.

Síðan er það staðreynd að í Sjálfstæðisflokknum t.d. hafa konur verið mun meira áberandi í umræðu um Evrópumálin en karlar. Ég tæki því ekkert illa ef hinsegin yrði fjallað um það: Dæmi: ,,Karlar eru heilt á litið íhaldssamari þegar kemur að gjaldmiðlinum".

Það er reyndar spennandi rannsóknarefni hve mismunandi augum kynin líta Evrópumálin, hvernig og hvers vegna. En það er önnur saga.

Margir í Samfylkingunni eru uggandi um þjóðarhag, framtíðina, bankana, þá nýju og gömlu. Mikil ósköp. Eins og öll þjóðin.

En ég hætti ekki að tjá mig þó flokkurinn minn sé kominn í ríkisstjórn. Átti allt Samfylkingarfólk að snarþagna þá? Það væri nú ekki alveg í okkar anda.

Ég tjái mig bæði um þá málaflokka sem heyra undir flokkssystkin mín og aðra málaflokka, þó ég sé ,,framámanneskja" í Samfylkingunni. Ég lít á það sem hlutverk okkar, sem berum ekki hitann og þungann af landsmálunum að vera krítísk, veita aðhald og hrósa þegar það á við.

Og það gerum við á hverjum degi.

Nafnlaus sagði...

Varðandi það að átta sig snemma á ónýti íslensku myntarinnar; ertu að segja að Árni Páll, Ágúst Ólafur og Björgvin G. séu konur?

nei ég segi svona :)

Oddný er sagði...

Kæri nafnlaus

Nei, ég held nú ekki. En þeir eru allir þeim kostum gæddir að vera í góðum tengslum við jafnt kvenlægar sem karllægar hliðar sínar...

Nafnlaus sagði...

Sæl Oddný

Afstaðan til Evrópusambandsaðildar hefur margoft verið athuguð í skoðanakönnunum. Ef þær niðurstöður eru skoðaðar er erfitt að sjá að stuðningur við ESB sé sérstakt kvennamál. Raunar hafa konur ef eitthvað er frekar verið skeptískar á Evrópusambandið - t.d. voru konur almennt andsnúnari EES-samningnum en karlar á sínum tíma.

Það er sjálfsagt að kratar og ESB-sinnar berjist fyrir sínum málstað - en ekki pakka því inn í kynjapólitískan búning.

Oddný er sagði...

Sæll Stefán

Ekki var ég almennt að fjalla um hug kvenna vs. karla til ESB-aðildar - og veit fullvel að bæði Capacent kannanir sem og kannanir á vegum Samtaka Iðnaðarins hafa sýnt ýmist að konur- og karlar eru meira fylgjandi.

Á hitt ber að líta að það er áberandi hvað margar þingkonur Sjálfstæðismanna, svo ekki sé talað um Valgerði Sverrisdóttur vs. karlpeninginn í hennar flokki, eru opnari fyrir Evrópusambandsaðild.

En það er jákvætt að sýna bloggurum aðhald og vara þá við að falla í ódýrar kynjapólitískar gryfjur. Ég treysti því að varnaðarorð þín nái einnig til annarra vinstrisinnaðra bloggara sem falla ítrekað í þær gryfjur.

En árans. Þeir eru ekki allir með opið fyrir athugasemdakerfið sitt svo það gæti orðið snúið.

Nafnlaus sagði...

Sækjum um rannsóknarstyrk til ESB fyrir nýtt 5 ára rannsóknarverkefni sem heitir "Ísland - kvenstýrt þjóðfélag". Okkur konurnar munar ekkert um að sópa upp þessu rusli, frekar en endranær!