20 nóvember 2008

Jæja

Jæja. Nú verður að lyfta pottlokinu. Nú er IMF í höfn og lán frá öðrum þjóðum. Í Samfylkingu hefur fólk setið á sér - að svo miklu leyti sem það er hægt. Nú kemur suðan upp.

Jæja. Nú verður að taka ákvörðun um framhaldið - Hverjir bera ábyrgð? Ætla þeir allir að sitja áfram? Hverjir sátu í ráðuneytum fjármála og viðskiptamála, eftirliti og seðlabanka á meðan þessi ósköp dundu yfir? Ætla þeir að sitja áfram á meðan óháðir aðilar rannsaka málið? Eru það ekki sjálfsagðir mannasiðir að víkja sæti á meðan þjóðin sleikir sárin? Er það ekki forsenda heiðarslegs uppgjörs?

Jæja. Nú er þolinmæðin á þrotum. Við sem styðjum Samfylkingu og störfum innan hennar raða gerum meiri kröfur til hennar en samstarfsflokksins. Honum verður seint bjargað. Hann er ekki leiðarvísir þeirra sem aðhyllast lýðræðisleg stjórnmál og nútímaleg vinnubrögð. Hann er gamaldags valdaflokkur á villigötum. Í þá átt má Samfylkingin ekki stefna.

Jæja. Er ekki fokið í flest skjól þegar menn eru tilbúnir til að fara í meiriháttar stjórnkerfisbreytingar, sameina tvö kerfi með tilheyrandi fyrirhöfn, allt til þess að á bréfinu geti staðið: ,,Vegna skipulagsbreytinga verðum við því miður að tilkynna þér að starf þitt hefur verið lagt niður frá og með áramótum..."

Jæja. Er það ekki bara eins og að veigra sér við því að segja starfskrafti upp störfum - og leggja þess í stað niður fyrirtækið svo hægt verði að sveigja hjá því.

Jæja. Nú er tími óþægilegra ákvarðanna upp runninn.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Núverandi seðlabankastjóri lagði niður fyrir nokkrum árum stofnun bara til þess að losa sig við yfirmann þeirrar stofnunar. Það verður ævarandi hneisa fyrir ISG að nota sömu aðferð til að losa sig við seðlabankastjórann. Við skulum fara okkur hægt í að umbylta lögum um fjármálaeftirlit bara til þess að gera hið augljósa, losa okkur við óhæfa stjórnendur. Slíkar aðferðir nota óheiðarlegir pólitíkusar.

Nafnlaus sagði...

Sama segi ég um minn elskaða flokk SJÁLFSTÆÐISflokkinn.

Ég geri ríkari kröfur um sannsögli og heiðarleika til minna manna en þeirra sem Samfylkja gegn Íslandi í nánast öllum málum og með ESB.

Ég krefst að Orkutilskipanir ESB verði gerðar opinberar og kröfur þeirra um LÁGA BINDISKYLDU og algert ,,frelsi" peningamanna til að láta fljóta millilanda óskoðað.

Klárlega gera opinberar aðfinnslur Seðlabanka ESB um of há bindiskyldu bankaútibúa og millifærsluhreyfinga (voru 3.25% en sett á 0 af kröfu vina ykkar í ESB)

Því erum við hjartanlega sammála um, að fólk sem situr undir varnarræðum og segir ekki múkk um að varnarræður hafi verið haldnar en leyfa sér að ljúga ítrekað um hlut SÍ, bara vegna Da´viðsduldar, skulu taka pokann sinn og að þeir sem ljúga til um skilyrði fyrir IMF láni og verða spólill þegar SÍ setti fram að vegna 19. liðar samkomulags STJÓRNAR hafi Stýrivextir verið hækkaðir.

Semsagt, við bæði viljum óljúgfrótt fólk í forsvar fyrir land okkar ekki rétt?

Með þökk og virðingu fyrir sannleiksást þinni

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

verður líka gaman þegar að klapplið útrásarinnar hættir að skrifa lofsbréf um þá.

Nafnlaus sagði...

Er ekki rétt hjá mér að ekki er hægt að víkja Seðlabankastjóra frá nema með lagafrumvarpi? Held það!

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf jafn ömurlegt að lesa ruglið í miðbæjaríhaldinu. Það vita það allri að það er ekki hægt að kenna ESB um hvernig komið er hér, það þarf að rísa upp núna Samfylkingarfólk og setja Sjálfstæðismönnum stólinn fyrir dyrnar og það strax. Það er ekki hægt að bíða eftir nefndarstörfum þeirra endalaust, taka á þessu núna, Oddný því annars missir Samfylkingin trúverugleikann og hvað gerist þá? enginn flokkur hefur möguleika að stjórna hér eftir jafnaðarmanna hugsjón nema Samfylkingin og því má hun ekki slaka á núna og bíða og bíða meðan valdaklíkan fundar
Kristján Elís

Nafnlaus sagði...

Ég er líka einn af þeim sem geri meiri kröfur til Samfó en gerspilltra helmingskiptaflokkanna. Hélt að væri nóg að skipta BSG, stjórn og stjóra FME út. BSG var jú bankaráðherra og bankakerfið hrundi. EN svo upplýsti ISG að hún hefði verið á 6 fundum með Geir og Davóð og í einhverjum tilfellum Árna. Um efnahagsmál. Um bankamál. BSG var ekki einu sinni sagt frá innihaldi fundanna.
ISG er því berlega sek um að hafa ekki brugðist við efnahagsvandanum. ISG hafði ekki samráð við samráðherra sína. ISG er því greinilega VANHÆF og á líka að fara fra. Samfylking með ISG við stýrið er sjúk samfylking.
NEISTI

Oddný er sagði...

Kæri Neisti

Það veldur mér miklum heilabrotum að BGS hafi ekki verið kunnugt um innihald fundanna. Heilabrotum og áhyggjum.

Svo heyri ég í kvöldfréttum að bæði BGS og Þórunn Sveinbjarnardóttir vilja kosningar á nýju ári og þeim orðum þeirra fagna ég gríðarlega og bíð spennt eftir framhaldinu.

Nafnlaus sagði...

Hættu í Samfylkingunni. Hún er orðin nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Sömu vinnubrögð, nákvæmlega sömu stefnumál. Það er skömm að þessu. Mér er óglatt.