23 apríl 2008

Sigrast á fjöllum

Seiglan í Hillary Clinton er með ólíkindum. Nú segist hún vera komin á sigurbraut.

Það er hugrökk yfirlýsing - en trúin getur flutt fjöll!

Við skulum hafa það hugfast að þegar kemur að stórsigrum í kvennabaráttunni hefur alltaf, alltaf þurft að flytja til fjöll.

- stundum nokkur.

Áfram Hillary.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er jafnréttisbaráttunni einhver akkur í framgangi manneskju sem hótar því að útrýma öðrum þjóðum?

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/22/clinton_hotar_ad_utryma_iran_radist_landid_a_israel/

Neðanbeltisbrögð Hillary R. Clinton í kosningabaráttunni hafa ofboðið flestu sómakæru fólki. Hún stjórnast greinilega af blindum metnaði. Auk þess lýgur hún eftir hentugleikum.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/25/clinton_vidurkennir_mismaeli/

Er Obama ekki betri kostur fyrir jafnréttissinna?

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að grínast Oddný?

Obama er miklu frambærilegri frambjóðandi. Ekki segja mér að þú styðjir Hillary bara af því hún er kona? :-)

Og svo var nú Obama miklu meiri "underdog" í þessari baráttu en nokkurn tíma Hillary Clinton.

Ég er með Obamamaníu á háu stigi og gæti rökstutt það í löngu máli afhverju mér líst betur á hann sem frambjóðanda Demókrata en Hillary! :-)