Ég mæli með lestri leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að fara ofan í saumana á atburðarásinni sem kennd er við Kjúklingastræti. Utanríkisráðherra sýnir hugrekki með þessari ákvörðun.
Og fyrst fólk er með augun á leiðarasíðunni þá er vel hægt að gjóa þeim á hinn leiðarann, þann neðri. Svona í leiðinni.
17 apríl 2008
Leiðari Moggans
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er nú ekki óþarfi að halda þjóðinní í spennu yfir þessum kjarnyrtasta leiðara allra tíma (ég tel ekki færri en 6 pólitískar sprengjur inn í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í þessu). Smelli þessu hér, ekki síst þar sem æ fleiri hafa sagt upp áskrift gamla-Mogga...
"Sjálfstæðisflokkurinn og orkuútrásin
Sex af sjö borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins geta ekki verið þekktir fyrir það stefnuleysi og þann hringlandahátt, sem þeir eru orðnir berir að í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi þátttöku Reykjavík Energy Invest, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í útrás á orkusviði.
Á borgarstjórnarfundi í fyrradag kom skýrt í ljós, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að hverfa frá fyrri afstöðu og taka upp í meginatriðum þá stefnu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra, og Framsóknarflokksins, sem mestar deilur urðu um sl. haust varðandi útrásarverkefni Orkuveitunnar og leiddu til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll.
Á bak við hringlandahátt borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er ótrúlegt stefnuleysi og dómgreindarleysi þeirra, sem þarna ráða ferðinni.
Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru.
Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Það væri óskemmtileg lesning ef einhver tæki upp á því að gefa út Þeirra eigin orð um Orkuveitu Reykjavíkur.
Það er orðið alveg ljóst, að borgarstjórnarflokkurinn ræður ekki við þau verkefni, sem honum hafa verið falin að óbreyttu. Þetta er hörmulegt en því miður veruleiki. Og augljóst, að þessi niðurlæging borgarstjórnarflokksins er farin að hafa áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins í landsmálum.
Þegar hér er komið sögu er ekki um annað að ræða en að forysta Sjálfstæðisflokksins láti málefni borgarstjórnarflokksins til sín taka. Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus og þar virðist enginn einstaklingur vera, sem er tilbúinn til að taka af skarið og leiða flokkinn inn á nýjar brautir. Þess vegna er vandamál borgarstjórnarflokksins orðið að vandamáli flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eiga kröfu á annars konar frammistöðu en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sýndu í umræðum í borgarstjórn sl. þriðjudag.
Þær röksemdir, sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafði uppi á borgarstjórnarfundinum til þess að útskýra afstöðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, eru fyrirsláttur. Það er nóg komið af þessari endemis vitleysu."
Voruð þið í fylkingunni ekki búin að segja Mogganum upp?
....bíddu nú við? Er þetta leiðari Moggans? Jú, það er soldið langt síðan mogganum var sagt upp á mínu heimili!
m
Skrifa ummæli