15 apríl 2008

Tregðulögmál

Tregðulögmálið hér er með ólíkindum. Á Reykjavíkurlistatímabilinu lúrðu hundruðir milljóna á biðreikningum borgarinnar og sífellt var beðið eftir ríkinu. Borgin var tilbúin - en það var djúpt á mótframlagi ríkisins.

Ráðríki & borg. Samskiptin þeirra á milli hafa ekki alltaf verið góð og það hefur óneitanlega læðst að konu sá grunur að pólitíkin leiki málefnin svo grátt að mönnum sjáist ekki fyrir.

Það sést alla vega ekki í hjúkrunarheimilin ennþá.

Jóhanna er þó að mýkja liðböndin ríkisins megin. Loksins.

Engin ummæli: