10 apríl 2008

Flug-Café, þráðlaust net í strætó og...

endalaust margar góðar hugmyndir kviknuðu í hugmyndasmiðju miðborgar sem Samfó stóð fyrir í kvöld.

Flug-Café gæti verið staðsett í Hljómskálagarði. Kaffihús með hátölurum sem spila flugvélagný með reglulegu millibili - fyrir þá sem eru aðframkomnir af söknuði til flugvallarins - þegar hann víkur.

Einnig var stungið upp á

1) rolluhlaupi niður Laugaveginn, a la Pamplona
2) aðstöðu fyrir listafólk í auðum húsum
3) umboðsmanni borgara í skipulagsmálum
4) leiktækjum í Alþingisgarðinum
5) frídagahlunnindum starfsmanna fyrirtækja sem taka strætó í vinnuna
6) og ótal öðrum sem nánar verða gerð skil á næstu dögum.

Engin ummæli: