Borgarfulltrúar minnihlutans bjóða borgarbúum að koma og spjalla um borgarmálin yfir kaffibolla í Ráðhúskaffi á morgun, laugardaginn 19. apríl milli klukkan 10 og 12.
Harmónikkuleikur og létt stemning eins og segir í auglýsingunni.
Kaffi með borgarfulltrúum hefði raunar átt að eiga sér stað á Vetrarhátíð í febrúar en meirihlutanum sem þá var nýtekinn við hugnaðist ekki að láta verða af því. Enda munum við hvernig andrúmsloftið í borginni var þá, fólk var almennt séð ekki dús við þá atburðarrás og stuðningur við hinn nýja meirihluta með Ólaf F. Magnússon í broddi fylkingar var í minni kantinum.
Svo ekki sé fastar að orði kveðið.
En á morgun verður af kaffinu og allir velkomnir.
Vonandi verður morgundagurinn jafn fallegur og dagurinn í dag.
Kannski verður Fröken Reykjavík skædd sínum ótrúlegu rauðu skóm?
18 apríl 2008
á ótrúlega rauðum skóm
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli