Ég fékk staðfestingu á hinu þunga kalli tímans í kvöld þegar við hjónaleysin komum heim af dásamlegum hátíðartónleikum FTT í Íslensku óperunni.
Tónleikunum mun ég gera góð skil síðar, þegar tíminn er kristilegri, en hið þunga kall tímans hjó mig í herðar niður þegar við stóðum okkur að því að vera í alvarlegum viðræðum við barnapíuna
- um breytt greiðslufyrirkomulag vegna barnagæslu.
Nefnilega það að hún fái greitt í evrum.
Og ekkert okkar var að grínast.
17 apríl 2008
Barnapíu borgað
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli