30 apríl 2008

Aðalsteinn Jónsson

Þá er Aðalsteinn Jónsson allur. Hann var mágur ömmu minnar Oddnýjar Gísladóttur sem var gift bróður hans Kristni Jónssyni í tæplega 20 ár.

Minningar mínar af þeim bræðrum eru ekki margar en þeir voru þó sveipaðir dýrðarljóma í æskuminningum mínum og hús Kristins og ömmu Oddnýjar, Víðivellir á Eskifirði er í minningunni eins og óðalshús með ævintýralegum garði. Þar var Aðalsteinn heimagangur sem vera ber og þeim bræðrum fylgdi mikil atorka og framkvæmdagleði - það var gaman að vera samvistum við þá, það greini ég af foreldrum mínum og móðurfólki sem kynntist þeim betur en ég.

Kristinn dó ungur, ég var rétt fimm ára og stuttu síðar flutti amma í bæinn eftir 17 ára dvöl á Eskifirði. Milli hennar, Laugu og Alla ríkti þó alltaf góður vinskapur og mitt móðurfólk er stolt af þeim tengslum sem okkar fjölskyldur höfðu um áratugaskeið.

Blessuð sé minning Alla ríka. Þeir bræður geta nú látið verkin tala í efra.

Engin ummæli: