Það allra klókasta sem við gætum gert núna er að gera listnemum og skapandi fólki af öllum gerðum kleift að nýta sér auðu húsin - að því gefnu að borgin/eigendur geri á þeim lágmarks andlitslyftingu svo engin hætta skapist.
Kling og Bang var gríðarlega vel heppnað. Nú standa auðu húsin á bestu stöðum borgarinnar, í miðbænum þar sem suðupottur sköpunar og lista er.
Af hverju ekki að kýla á það í stað þess að tala illa um miðbæinn í öðru hverju orði?
Sköpun, kraftur og gleði einkenna miðbæ Reykjavíkur. Hann er frægur langt út fyrir landsteinana. Sláum tvær flugur í einu höggi, gefum ungu listafólki tækifæri á að nýta sér húsin á meðan skipulagsmálin hökta löturhægt sína leið innan kerfisins.
Ungir listnemar hafa því miður varla ráð á því að leigja sér aðstöðu til sköpunar í 101 - svo há er húsaleigan.
En umfram allt fyllum miðbæinn af lífi í stað þess að taka hann af lífi.
04 apríl 2008
Nýtt hlutverk fyrir auðu húsin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Frábær hugmynd :)
Góð hugmynd, Oddný! Alþjóðahúsið er líka að leita sér að nýju hentugra húsnæði. Ef einhver húseigandi er að lesa þetta, sem er með rétta húsið, þá má viðkomandi endilega hafa samband. www.ahus.is
kveðja
Einar Skúlason
Góð hugmynd. Ungt eða gamalt handverksfólk, listamenn, einyrkjar að reyna að koma upp atvinnurekstri. Verslanir með handverk, hönnun, föt, smíðisgripi. Fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu, viðgerðir, reddingar, hvað sem er.
Ef deyjandi hús væru fyllt af svona lifandi starfsemi myndu þau ganga í endurnýjun lífdaganna. Leiga gæti verið í formi viðhalds.
Allt þetta er hægt. En voða vesen. Einfaldara að láta Gamlhús gera upp eitt eða tvö sögufrægustu húsin, rífa hin og byggja nýjan miðbæ - sem vonandi eignast jafnmerkilega sögu og sá gamli sem við erum núna rétt að ljúka við að drepa.
Góð hugmynd, Oddný, en lífslíkur góðra hugmynd eru því miður mun verri en verulega vondra hugmynda.
Baráttukveðjur!
Takk kærlega fyrir að koma hugmynd minni á framfæri... og fyrir að bregðast svona fljótt við bréfinu frá mér! Vonandi verður þessi draumur minn að veruleika ;)
Bestu Kveðjur
ÍRIS ANN - Listanemi
iris_ann6@hotmail.com
Skrifa ummæli