Ég kíkti til Elísabetar Indru í Stjörnukíkinn og viðtalið verður á dagskrá á Rás 1 klukkan 14 í dag. Ef einhver hefði áhuga. Ef mig skyldi kalla.
Þar spjölluðum við um Vegvísi UNESCO um listfræðslu, mikilvægi sköpunar í lífi og tilveru barna (og fullorðinna!)
Það beið okkar stórkostlegt verkefni í október þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum - nefnilega það að móta framtíðarsýn og skólastefnu fyrir fjóra nýja grunnskóla í Úlfarsárdal. Margt og mikið er um það að segja en helst þó að sköpun var rauður þráður í skólastarfinu og með töluvert stærri skrefum en hingað til hefur verið reynt.
Eins stigum við stórt skref með því að teikna upp nýtt form af samspili skóla og frístunda. Gert var ráð fyrir í framtíðarsýn okkar að ÍTR-frístundastarfið og skólastarfið myndu fléttast saman - frístundafræðingarnir og kennararnir hefðu starfað hlið við hlið, skólahúsnæðið nýtist betur, virkir krakkar með mikla hreyfiþörf hefðu fengið meira út úr skóladeginum og ótal möguleikar hefðu opnast á samspili íþrótta, lista, námsgreina og útivistar.
En heyrn er bloggi ríkari - Rás 1 klukkan 14 í dag. Nú brenn ég austur fyrir fjall á Kvennaþing Samfylkingarinnar. Ég hlakka til umræðnanna en þó ekki síður til þess að sjá uppáhalds hljómsveitina mína - ROKKSLÆÐUNA - spila fyrir dansi. Hin goðsagnakennda kvennasveit kemur saman í fyrsta skipti í þrjú ár, í tilefni Kvennaþings. Það held ég nú.
10 apríl 2008
Stjörnukíkir - skapandi kennsla og nám
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli