50 blaðsíðna skýrsla með fantagóðum tillögum um nær allt sem tengist miðborginni -
skipulag
viðhald húsa
umgengni á lóðum
sambýli kráa og íbúa
veggjakrot
samstarf hagsmunaaðila
betri borgarbrag
ölvun á almannafæri
greiðar samgöngur að næturlagi um helgar
sýnilega löggæslu
fjölgun öryggismyndavéla
og almennan sóðaskap
var tilbúin þann 21. janúar en í gær, 1. apríl, var fyrst talað um hana í borgarstjórn Reykjavíkur.
Meirihlutinn hafði ekki rænu á eða gleymdi því bara eða fannst hún ekki merkileg eða hefur ekki áhuga á miðbænum eða er bara ekki nógu vel skipulagður... ég veit ekki - Hann hefur ekki haft vilja til þess að nýta niðurstöðurnar - úr hinni frábæru skýrslu.
Ég myndi nýta mér hana ef ég væri borgarstjóri. Og jafnvel byrja strax í dag, 2. apríl, að hrinda atriðum úr henni í framkvæmd.
En borgarstjóri ákvað á borgarstjórnarfundi í gær að skipa nýjan hóp. Búa til aðra nefnd. Sem mun líklega búa til aðra skýrslu sem segir það sama á 50 blaðsíðum.
Borgarstjóri lýsti því líka yfir að það stæði til að fara í hreinsunarátak í miðbænum. Svo mörg voru þau orð.
Það er kannski táknrænt að stóra klukkan í borgarstjórnarsalnum stendur í stað.
Hún var 13.51 í allan gærdag og langt fram á kvöld.
01 apríl 2008
Tíminn og borgin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli