13 apríl 2008

Engum háð

Við hjónaleysin buðum verðandi tengdasyni okkar í læri í gær. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mágkonu sinni, tveggja ára gamallri heimasætunni og 22 ára aldursmunur háir kærleiksríku sambandinu ekki hætishót.

Yfir borðum hnerrar sú stutta af miklu alefli, þrisvar í röð. Mágurinn lítur blíðlega á hana og segir:

,,Guð hjálpi þér".

Þá segir sú stutta, rólega og yfirvegað.

,,Nei. Enginn."

Foreldrarnir klóruðu sér lengi í hausnum yfir mögulegum túlkunum á orðum dótturinnar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nokkuð augljost, hún er JC endurfædd/ur!

When life seems full
Of clouds and rain
And I'm full
Of nothin' but pain
Who soothes my thumpin', bumpin' brain?
Nobody

PHP

Nafnlaus sagði...

Sagði sú litla ekki bara "nei engill"