08 apríl 2008

Allt er frosið úti Gore

Það var sól og sumarylur í morgun þegar ég mætti í Háskólabíó að hlusta á Al Gore. Ekki hafði spáin ræst um hin alræmdu kuláhrif sem nærvera Gore hefur á lönd og þjóðir sem hann sækir heim.

En sem ég er að horfa á tíu fréttir sé ég snjóflygsurnar falla virðulega til jarðar. Dettur mér þá í hug eftirfarandi erindi:

„Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
:,:svengd er metti mína.:,:
Ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
:,:seppi´ úr sorpi að tína:,:

P.S. Fyrirlesturinn var frábær en fyrir þá sem voru búnir að sjá myndina, jafnvel tvisvar, bætti hann litlu við. En þó er alltaf skemmtilegra að sjá hlutina ,,live". Ég saknaði þess þó að sjá hvergi Egil Helgason.

Engin ummæli: