og þá er að sjá hvað kennarar segja.
Ég er ánægð með að samningsmarkmið hafi náðst;
stuttur samningur, engin breyting á vinnutímafyrirkomulagi
- bara hækkun launa og það fljótlega.
Samningsaðilar hafa lært sína lexíu og feta friðarslóðann í þetta skiptið. Það er gott - gott fyrir skólastarf, gott fyrir börnin í borginni - gott fyrir kennara.
Ég hlakka til að kynna mér samninginn betur, vonandi boðar hann nýtt upphaf fyrir menntun íslenskra barna og unglinga. Vonandi boðar hann betri tíma fyrir kennara þessa lands sem allt of lengi hafa unnið frábært starf - á lágum launum.
Um daginn heyrði ég af stórri alþjóðlegri rannsókn meðal kennara þar sem leitað var eftir svari við því hvers vegna fólk valdi sér kennslu að ævistarfi.
50% þeirra svöruðu á þessa leið:
Ég ætlaði alltaf að verða kennari.
Áfram var spurt og þá af hverju? Svörin koma kennarabarni eins og mér ekki á óvart. Innri endurgjöf, persónuleg samskipti við nemendur, að sjá þá blómstra og ná árangri, ná tökum á færni og leikni. Að gefa af sér og sjá afrakstur starfs síns í börnum á öllum aldri.
Það er kennsla. Og mikið ósköp er hún skemmtileg.
28 apríl 2008
Samkomulag undirritað
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Stóra spurningin er hvað gera aðrir hópar launþega t.d. hjúkrunarfræðingar, umönnunarstéttir, lögreglumenn o.fl. Vonandi geta þeir unnt kennurum þessa hækkun, börnunum okkar til heilla, en einhvern veginn á ég ekkert sérstaklega von á því. Sjáum þó hvað setur.
Skrifa ummæli