23 október 2008

Sjálfsvirðing

Tilfinningin sem þjakar marga landsmenn þessar vikurnar er vond. Okkur finnst sjálfsvirðing okkar engin. Íbúar sem tóku lítinn sem engan þátt í sukkinu, hugsuðu ágætlega um börnin sín, fjölskylduna og fjárhaginn er svo illa svikið.

Heiðarlegt uppgjör er algjör frumforsenda þess að við getum endurheimt sjálfsvirðinguna.

Forsætisráðherra sagði lítið í Kastljósinu í gær. Tilfinning okkar sem illa erum svikin er óbreytt. Það verður að eiga sér stað uppgjör, hið minnsta loforð um uppgjör, loforð um að e-ir verði dregnir til ábyrgðar.

Annars höfum við tapað öllu. Peningum, orðstír og æru.

En við getum enn endurheimt sjálfsvirðinguna ef nauðsynlegt uppgjör - með óháðum aðilum - fer í gang.

Kröftugar heitstrengingar (sem hefðu átt að heyrast strax, hátt og snjallt og helst á hverjum degi og á hverjum blaðamannafundi) um heiðarlegt uppgjör þar sem engu yrði eirt er óendanlega mikilvægt.

Nauðynlegar tilfærslur embættismanna sem gert hafa ófyrirgefanleg mistök upp á síðkastið myndu sannarlega hjálpa til.

Annars sýður upp úr.

12 ummæli:

Birgitta Jónsdóttir sagði...

hjartanlega sammála þér...

Nafnlaus sagði...

Ég er þér hjartanlega sammála.
Eva

Nafnlaus sagði...

Sammála þér í fyrsta skipti. Uppgjör nauðsynlegt við ríkisstjórn, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabanka, fjölmiðla og forseta Íslands.
Og glæpamennina sem gerðu landi og þjóð þetta á að setja í fangelsi.
Við hljótum að gera kröfu um að þegar erfiðasti hjallinn er að baki fari slíkt uppgjör fram. Eigi það að skila árangri verður það að vera algjörlega laust við íslenska flokkapólitík. Það hefur sýnt sig að hún getur drepið allt.
Kveðja
KE

Nafnlaus sagði...

Það er styttra í að lögin verði tekin í eigin hendur en ráðamenn reikna með. Þetta er alvarlegt ástand.

Nafnlaus sagði...

Þó svo að forsætisráðherra hafi sagt lítið í gær, þá sagði hann nógu mikið til þess að staðfesta þá skoðun sem grasserar að hann álítur almenning sem alger fífl.

Það er algert lykilatriði að fá öll samningsatriði fram í dagsljósið ÁÐUR en skrifað er undir nokkuð.

Nafnlaus sagði...

Innilega, svo innilega sammála! Er Samfylkingin ekki annars í ríkisstjórn?

Nafnlaus sagði...

Sammmála.

Nafnlaus sagði...

Farðu þá að vinna að uppgjöri í eigin flokki.
Samfó er búin að vera við völd í 1 ár.
Blogg Björgvins frá 5 ágúst sýnir hvað hann var að gera.
Við eigum öll að byrja á að benda inn á við svo út á við.
Neisti

Nafnlaus sagði...

ég skal lofa þér því að það verður engin dregin til alvöru ábyrgðar Ísland er og verður alltaf bananalýðveldi og hér mun spillingin grassera sem aldrei fyrr

Johann Meunier sagði...

Þessi ríkistjórn mun aldrei ná trausti okkar aftur, þeir geta ekki dokað mikið lengur við.

Í dag þarf ríkistjórn að sýna ríka samskiptahæfileika við kjósendur og erlendar ríkistjórnir. Þeir eru svo langt frá því, ég fæ aumingjahroll í hvert sinn sem þeir birtast í þessum gagnslausum viðtölum.

Gegnsæi, skilvirkni, samskipti og afkastagleði ættu að tilheyra þessari starfstétt.

En nei, við erum banana lýðveldi í augum margra nágranna ríkja, þökk sé óhæfu ríkistjórninni sem við aparnir kjósum.

Nóg virðist vera af ládeyðu, hroka, baktjaldarmakki milli flokka, tímasóun á alþingi, getuleysi og uppblásnum raunveruleikafyrrtum egóum.

Takk fyrir rétta ábendingu, sem þarf að bregðast strax við.

Kveðja

Jóhann Meunier

Nafnlaus sagði...

Sæl Oddný, ég get nú ekki fyllilega tekið undir það með þér að við sem þjóð, höfum tekið lítinn þátt í sukkinu.
Ef við rýnum það heiðarlega þá tóku a.m.k. ég og flestir sem að ég hef eitthvað af séð undanfarin ár, fullan þátt í sukkinu.
Ný heimili, stærri heimili, bílar, innréttingar, utanlandsferðir og svo framvegis og framvegis. VIÐ höfum verið algerlega stjórnlaus.

Það var hins vegar ÞEIRRA, og þingmenn Samfylkingar þar með taldir, að skapa okkur það öryggi í umhverfinu að við gætum ekki farið svona langt fram úr sjálfum okkur. Það regluverk að bankarnir gætu alls ekki farið svona langt fram úr þjóðinni undir vernd íslendinga.

Væri gaman að velta fyrir sér 2 spurningum.
1. Hver væri staðan í dag ef að Davíð hefði ekki þjóðnýtt Glitni?
2. Hver væri staðan í dag ef að Icesave hefði verið orðið breskt fyrirtæki, eins og FME var búið að fara fram á en virðist ekki hafa verið fylgt eftir.

Nafnlaus sagði...

Fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru takmarkaðar og fólkinu er haldið óvitandi um ástandið.

Seðlabankinn er í raun gjaldþrota og krónan er ekki lengur til.
Þær krónur sem eru í umferð á Íslandi eru ekki meira virði en matardorpeningar.

Mótmæli gegn valdaklíkunni sem orsakaði þetta hrun eru höfð að háði og spotti af ríkisfjölmiðlunum.
Mafíuforinginn í Seðlabankanum situr sem fastast í brunarústunum og gefur út tilskipanir gegnum leppstjórn sína að þegnarnir eigi að snúa bökum saman og halda kjafti.

Margir íslenskir gáfumenn kyssa svipu mafíuforingjans til að tryggja sér salt í grautinn.
Þeir vitna í gríð og erg um að hrunið sé öllum eða engum að kenna og enginn sé sekur um neitt nema þá illmennin Gordon Brown og Darling.
Hinn mikli "Foringi" er óskeikull og hann "varaði við hættunni" en enginn hlustaði á hann.

Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.


Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!

"Vér mótmælum allir“


þjóðfundur þann 9. ágúst árið 1851
Sjá slóð; http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir&oldid=528826