Ég sat fund með yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lygilega góður árangur sem LRH hefur náð á árinu - og það hefur farið hljótt um hann.
Sérstaka athygli mína vakti sú staðreynd að umferðarslysum hefur fækkað um 15% fyrstu 8 mánuði ársins 2008 miðað við sama tíma árið 2007.
Hér er eingöngu átt við þau óhöpp þar sem slys verða á fólki - alvarlegustu umferðarslysin þar sem líf og limir okkar eru í húfi.
Þetta er gríðarlega góður árangur umferðardeildar LRH og afrakstur þrotlausrar og nákvæmrar greiningarvinnu, forvarna og eftirlits.
Það kom fram á fundinum að samkvæmt fræðunum er talið ógerlegt að fækka umferðarslysum um meira en 5% - LRH gerði gott betur.
Ekki þarf að orðlengja um þjóðhagslegan ávinning og þann sparnað sem hlýst af því að umferðarslysum fækki um heil 15% á höfuðborgarsvæðinu.
Við höfum margoft tekið undir þau sjónarmið LRH að stofnunin þurfi meira fjármagn - til að auka hlut sýnilegrar löggæslu og öryggi íbúanna úti í hverfunum.
Einhvern veginn finnst konu þeir hafa unnið til þess með þessum frábæra árangri.
20 október 2008
Áfram LRH
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
LRH á hrós skilið fyrir frábært starf undanfarin misseri. Það er gott hjá þér að benda okkur á þetta. Ljóst er að við þurfum að beina auknu fjármagni í starfs löggæslunnar á öllum sviðum og bæta kjör starfsmanna umtalsvert.
LRH hefur unnið frábært starf í umferðarmálum - en geta ekki einir eignað sér heiðurinn, þar sem samgönguráðuneytið og umferðarstofa hafa líka unnið að þessum málum og staðið sig stórvel.
Er þá búið að taka með í reikninginn hve umferð hefur dregist saman?
Bara á milli tveggja seinustu vikna mædist hún 7% minni.
Ekki víst að löggan eigi hlut að máli. Nema þá kannski að samhengi sé milli minni löggæslu og færri slysa.
Reynsla okkar í Hafnarf. og Kópav. er sú að löggæsla hefur dregist saman um helming síðan lögregluembættin voru sameinuð á höfuðborgarsvæðinu.
Kannski hefur löggæslan bara verið flutt til Reykjavíkur.
LRH hefur ekki náð neinum árangri í að tryggja almannafrið um nætur í nágrenni skemmtistaðarins Gullöldin í Grafarvogi.
Sæll Hörður.
Þetta eru fyrstu átta mánuðir ársins, ég þekki ekki hve mikið hún dróst saman á því tímabili en veit hún hefur dregist mikið saman síðustu vikur og mánuði.
Ég þekki til áhyggna Hafnfirðinga og Kópavogs en þessi 15% fækkun á við allt umdæmið.
Skrifa ummæli