15 október 2008

Fyrir opnum tjöldum

Opnir fundir þingnefnda komast líklega næst því að vera ,,hearings" - eða opnar vitnaleiðslur eins og bandaríska þingið hefur komist upp á lagið með. Fráfarandi bankastjóri Lehman Brothers fór ekki varhluta af þeim eftir gjaldþrot bankans. 


Alveg sjálfsagt að nýta fundi viðskiptanefndar til að kalla fram svör fyrir opnum tjöldum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að fráfarandi forstöðumenn bankanna mæti og skýri mál sitt - sem og fleiri persónur og leikendur úr fjármálaheiminum.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd.

En ekki glætan að sjálfstæðis feluklíkan samþykki það.

Nafnlaus sagði...

Amen. Það þarf að taka rækilega til og komast að því hvernig við getum sem best degið lærdóm af þessarri fokdýru lexíu okkar.