20 október 2008

Jafnvægi

Hérna þekki ég mitt fólk.

Við endurmótun íslensks samfélags verðum við að nýta allt okkar hæfa fólk. Sé litið til hins ævaforna tákns Yin og Yang er morgunljóst að í viðskiptalífinu hefur of mikið af Yang-i verið til staðar.

Nú er runninn upp sá tími þar sem skynsemi er ofar fífldirfsku, langtímamarkmið eru ofar skammtímamarkmiðum og áhættumeðvitund ofar áhættusækni.

Við höfum hreinlega ekki efni á því að nýta ekki krafta kvenna til jafns við karla.

Hausatalning er ekki aðalmálið, né heldur að alhæfa og kenna öðru hvoru kyninu um.

Rannsóknir sýna einfaldlega að þau fyrirtæki sem hafa sem jafnast hlutfall karla og kvenna þegar kemur að stjórnun eru í betra jafnvægi en önnur.

Þetta snýr að því að hafa kjark til að hleypa nýjum gildum að, leita jafnvægis og reglu. Það jafnvægi mun ekki nást nema allir komi að borðum þar sem ráðum er ráðið.

Engin ummæli: