23 október 2008

Áfram stelpur

Í dag er kvennafrídagurinn, 24. október.

Ég kom undir þann dag árið 1975.

Ekki hefði foreldra mína grunað að 32 árum síðar væru örlög þjóðarinnar þau að sparnaður þeirra og framtíð barna og barnabarna væru jafn ömurleg og raun ber vitni.

Ég ætla samt að fagna í dag.

Jafnrétti á öllum vígstöðvum hefur aldrei verið jafn aðkallandi og einmitt nú.

Sendum karllæg gildi í frí - fífldirfsku, skammtímasjónarmið og áhættusækni.

Þá fyrst getum við hafist handa við að endurmóta íslenskt samfélag.
Með hagsmuni allra í huga.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rétt að fjárglæframennirnir áttu að hugsa til lengri tíma. Jákvætt er að kvennleg-gildi séu að hugsa til langs tíma (er það?)

Annars á græðgin við bæði kynin. Því miður =) Engin takmörk eru á græðgi einsog Trump gamli segir.

Til hamingju með daginn konur

Nafnlaus sagði...

Hamingju með daginn konur.

Furðulegt að engin kona hafi komið nálægt útrás bankanna samt.

Nafnlaus sagði...

Frábærir tímar...

Feministar viðurkenna loksins að Karlar og konur séu bara ekkert eins... loksins...

Og að sjálfsögðu þarf núna kvenleg gildi í Fjármálageirann... það þarf að ná jafnvægi...

Hvað eru annars margir Kvennadagar á ári? (bara forvitni, ekkert annað að baki)

kv, Ólinn

Nafnlaus sagði...

já sæl frænka - til hamingju með daginn um daginn og við allar!!
kv.Freyja