20 október 2008

Rauðblikkandi viðvörunarljós

Ég gróf upp þetta viðtal við Kristrúnu Heimisdóttur frá 2005.

Yfirskriftin er: Rauðblikkandi viðvörunarljós (nauðsynlegt að skrolla niður lítið eitt) og á við þá uggvænlegu þróun sem þá þegar var mörgum áhyggjuefni. Nefnilega þá að allt of fáar konur voru leiðandi í mótun fjármálageirans þrátt fyrir mikla fjölgun þeirra innan deilda háskólanna sem tengjast fjármálageiranum.

Nú þegar krafan um ný gildi og nýja hugsun við endurmótun íslensks samfélags er hávær er ekki úr vegi að skoða hvernig við höfum nýtt okkar mannauð - og hvernig við nýtum hann í gjörbreyttu samfélagi næstu ára og áratuga.

Tilfinningin segir konu óneitanlega að fólk úr hugvísinda-, menntavísinda- og félagsvísindadeildum Háskólans komi til með að taka beinni og öflugri þátt í uppbyggingarstarfinu sem framundan er. Ekki síður en fólk úr viðskipta- og verkfræðideildum.

Engin ummæli: