Hvernig gat þetta komið fyrir eina ríkustu þjóð í heimi? Hvernig gátu stjórnvöld leyft fjármálamarkaðnum að hafa frítt spil, án eðlilegra leikreglna, án réttmætra spurninga, án aðvörunarorða?
Hvernig gátu viðskiptamenn farið svo glannalega og illa að ráði sínu? Spilað með peninga almennings eins og þeir væru í spilavíti? Eins og það væri skemmtilegur leikur? Gert íslensku þjóðina ábyrga fyrir innistæðum Breta?
Hvernig gátu þessi mistök átt sér stað? Og eiga sér enn stað? Með þjóðnýtingu Glitnis?
Hver á að rannsaka þetta allt saman? Og hvenær hefst sú rannsókn?
Hvað er í gangi með þá sem eiga í viðræðum við vinaþjóðir og aðrar þjóðir? Norðmenn segjast ekki hafa verið beðnir um aðstoð - eru þeir ekki vinaþjóð? Höfuðsnillingurinn Halldór Blöndal rýkur svo í fjölmiðla og segir lán frá Rússum í hendi - eftir eitt símtal... Það þurfti að leiðrétta af Rússum. Þetta eru auðvitað grátleg vinnubrögð.
Reiðin stafar líka af því að tveimur spurningum er ósvarað: Ein tengist fortíðinni, hin framtíðinni.
Af hverju er ekki skipt um yfirstjórn í Seðlabanka Íslands? Ókei, SÍ starfar auðvitað eftir stefnu stjórnvalda hvert sinn (eða á hið minnsta að gera það) og því er næsta spurning meira áríðandi:
Af hverju er ekki gefin út yfirlýsing um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála? Aðildarumsókn að ESB, stefnu í átt að upptöku evru?
Eitthvað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli