14 október 2008

Hallir fólksins

Ég var í Moskvu um helgina í fylgd með bónda mínum sem fagnaði útkomu bókar sinnar á rússnesku ásamt skáldbróður Einari Kárasyni. 


Um Moskvu mætti skrifa margt. Töfrandi borg og kraftmikil og kinkar þannig kolli til annarrar stórborgar, New York. Kraftinn eiga þær sameiginlegan en lítið annað. Þær eiga það þó sameiginlegt að enginn ferðalangur yfirgefur þær ósnortinn. 

Metróstöðvar Moskvuborgar eru með frægustu kennileitum borgarinnar. 
(Það er reyndar vafamál hvort kennileiti sé kennileiti ef það er staðsett neðanjarðar?)

Metróstöðvarnar voru byggðar sem hallir fólksins upp úr 1935 og áttu að sýna hversu gott rússnesk alþýða hefði það. Á meðan svalt hún heilu hungri - svona var nú kommúnisminn skrýtinn. Stöðvarnar eru skreyttar mikilfenglegum listaverkum í sósíalískum anda, stórkostlegum ljósakrónum, bogadregnum línum og flísum í fínasta stíl.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kom þarna fyrir tveimur árum og heillaðist algjörlega af borginni.

Svo miklar andstæður og svo mikil saga.

Væri til í að kynnast Rússlandi betur á komandi árum.

Silja Bára Ómarsdóttir sagði...

oh, já, Moskva er alveg mögnuð borg. Ég eyddi næstum heilum degi neðanjarðar og eins og ég veit ekki hvað að skoða allar stöðvarnar, hoppaði út úr lest við hvaða tækifæri sem gafst. Og mannlífið! Þarf að komast þarna aftur þegar íslensk laun verða einhvers virði:)