Anne Bamford heldur fyrirlestur í KHÍ í dag um gildi listmenntunar. Anne er vel kunnur prófessor og hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar. Í rannsóknum sínum ávarpar Anne mikilvægi sköpunar í skólastarfi og áhrif hennar á nýsköpun, félagslega þætti, jafnræði og fjölbreytileika.
Hún gerði meðal annars fræga rannsókn fyrir UNESCO á áhrifum lista á skólastarf sem hún lýsir í bókinni The Wow Factor. Rannsóknin náði til rúmlega hundrað landa og markaði mikil tímamót fyrir alla þá sem berjast fyrir frekari sköpun í skólastarfi.
Bókin hefur verið á náttborðinu hjá mér um hríð og var reyndar, ásamt ,,Vegvísi UNESCO um listfræðslu" kveikjan að skólastefnu fyrir nýju skólana í Úlfarsárdal sem mótuð var í hundraðadagameirihlutanum.
Á morgun verða svo málstofur þar sem ég meðal annarra mun gera heiðarlega tilraun til að lýsa sýn minni á gildi lista og menningar í skólastarfi.
23 október 2008
Listin að læra
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli