17 október 2008

Smekklaust

Það er smekklaust af Eyþóri Arnalds að þyrla upp ryki vegna peninga sem Árborg lagði inn á peningamarkaðsreikning í sumar. Það er ábyrgðarlaust af honum að slá sér til riddara í þessu erfiða ástandi - ef ekki einfaldlega smekklaust.

Mörg sveitarfélög eiga fjármuni inn á peningamarkaðsreikningum, fólk út um allt land á fjármuni inn á peningamarkaðsreikningum.

Sem betur fer eru svona upphlaup fátíð um þessar mundir. Í Reykjavík var þverpólitísk samstaða um aðgerðaráætlun í fjármálum borgarinnar þó svo að fólk hafi auðvitað mismunandi skoðanir á því hvaða leiðir eru bestar og hver forgangsröðin sé. Borgarbúar þurfa á því að halda að við sameinumst í þessu erfiða verkefni.

Íbúar landsins þurfa ekki á ódýrum upphrópunum að halda nú um mundir.

Það heitir að ala á óöryggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri óskandi að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega ráðherrar og forvígismenn Samfylkingarinnar, tækju borgarstjórn Reykjavíkur til fyrirmyndar í þessu máli. Alveg óþolandi hvernig þau eru galandi um alla koppagrundir hvert ofan í annað þannig að enginn veit hvert ríkisstjórnin er í raun að fara.

Nafnlaus sagði...

Bíðið aðeins við var Eyþór Arnalds ekki forystusauðurinn hjá Íslandssíma hérna um árið? Hann ætti að líta sér nær!!