Ég heyrði hjá Heimi og Hansa á Bylgjunni rétt í þessu að Fjölnismenn og Frammarar hefðu slitið sameiningarviðræðum. Ástæðan mun vera sú að Fjölnismenn gátu ekki hugsað sér að nota nafnið Fram.
Það kom ekki fram í fréttinni hvort Fjölnismenn gátu yfirleitt ekki hugsað sér Fram í nafninu; hvorki Fram-Fjölnir né Fjölnir-Fram.
Ef svo er harma ég þessa niðurstöðu og spyr:
Eru hagsmunir barna og unglinga í Safamýri, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal forsvarsmönnum Fram og Fjölnis efst í huga?
Eða er hér um klassískt karlastolt að ræða?
7 ummæli:
ég á strák sem hefur stundað knattspyrnuæfingar með Fjölnu síðan hann var 6 ára og hann er mikið á móti þessu , ekki vegna nafnabreytinga heldur vegna tækifæra til þess að komast keppnisliðið , heldur þú að hann eins og margir aðrir hafi meir möguleika á að komast að í einu liði í 30 -40 þúsund manna byggð ?
Kv
Ari
Minn skilningur er sá að það hafi bara átt að notast við eitt nafn. Ekki að skeyta þessum tveimur nöfnum saman. Sjálfur er ég ekki tengdur þessum félögum á neinn hátt en mér hefði þótt eðlilegast að notast við Fram nafnið - enda um 80 árum eldra nafn að ræða en Fjölnisnafnið. Það var hins vegar eitthvað sem Fjölnismenn gátu ekki sætt sig við.
Annars var ég kominn með nafn á þessu félagi strax og ég heyrði um hugsanlega sameiningu:
ÁFram Fjölnir
Er það svo ljóst að hagsmunum barna og unglinga hefði verið best borgið með sameiningu þessara félaga?
Miðað við skipulagsáætlanir borgarinnar, liggur nærri að innan fárra ára muni þriðjungur Reykvíkinga búa í hverfunum sem Fram og Fjölnir eiga að þjóna. Er það endilega lógískt að eitt risaíþróttafélag þjónusti 1/3 íbúanna meðan ÁTTA félög sjái um hina 2/3 hlutana? (Og þá er ég bara að tala um fjölgreinafélögin - séríþróttafélögin eru þess utan öll í gömlu hverfunum.)
Sameiginlegt félag Fram og Fjölnis með allt norðaustursvæðið væri ekki bara stærsta, heldur lang-lang-lang-stærsta íþróttafélag á Íslandi og raunar stórt á Norðurlandamælikvarða. Landfræðilega ætti það að dekka gríðarmikið flæmi. Lifi einkabíllinn!
Ég varð undrandi að heyra af þessum sameiningarviðræðum, þó ekki væri nema vegna þess hvernig þær gengju upp gagnvart hugmyndum um nærþjónustu. Rökin sem maður heyrði fyrir sameiningunni gengu einkum út á stærðarhagkvæmni fyrir borgina - færri og stærri íþróttamannvirki o.þ.h. En ekki sé ég alveg hvers vegna þessi tilhögun átti að gagnast börnunum og unglingunum.
Fótbolti eru trúarbrögð - menn sameina t.d. ekki ásatrú og kaþólskan sið af praktískum ástæðum. :)
Mér skilst að Fram hafi ekki viljað Fjölni í nafninu - s.s. ekki Fjölni/Fram.
Ég er Framari, og ég gæti ekki ímyndað mér þetta 100ára gamla, sögufræga og gamalgróna knattspyrnulið spili undir merkjum Fjölnis/Fram. Eru það karllægur rembingur? já, alveg pottþétt, en engu að síðar þá hryllir mig við þeirri tilhuxun. Ég myndi missa mikinn áhuga á klúbb sem að ég hef varla misst af heimaleik í áratug.
Að sama skapi þá er þetta ekki góður kostur fyrir alla krakkana í klúbbunum tveim. 2.fl Fjölnis telur t.a.m. nærri 40 stáka. Sameining fyrir þessa flokka er alger tímaskekkja.
Þetta eru góðar fréttir fyrir alla þá sem stunda íþróttir í félögunum. Sem stendur eru t.d. c.a. 40 drengir að æfa knattspyrnu í 2.fl Fjölnis. Ég býst við að talan sé ekki mikið lægri hjá Fram. Það er nógu erfitt að finna verkefni handa þessum 29 sem komast ekki lið án þess að 30 stykkjum í viðbót sé bætt við. Og ef 40 manns eru að æfa í 2. fl. Hversu margir ætlu séu að æfa í 6.fl?
Hversu margir hefðu ekki fengið verkefni fyrir sitt hæfi ef af sameingingu hefði verið?
Heil og sæl Oddný,
Þar sem ég bjó í Grafarvogi í 18 ár er ég afskaplega feginn að þessi sameining fer ekki í gegn. Ekki nóg með það að, eins og SP bendir á, að þriðjungur Reykvíkinga myndi búa á þessu svæði þá er Fjölnir nú þegar með alltof fjölmennt hverfi undir sér.
Ég held að það væri lógískara að skoða sameiningar á öðrum félögum fyrst. Svo mætti íhuga það að bjóða einhverju af litlu félögunum, eins og reynt var með Ármann, að fá helminginn af Grafarvoginum.
Svona risafélög eins og Fjölnir þýða það bara einfaldlega að mun fleiri krakkar og unglingar flosna úr félagsstarfinu, þar sem þau sjá ekki ástæðu til þess að sitja föst í C og D liðum í árgöngum upp á mörg hundruð manns.
Kv. Þórir Hrafn
Skrifa ummæli