13 október 2008

Táknrænt

Ég reiddi fram vegabréfið á Kastrup og glaðbeittur danskur maður um fimmtugt skoðaði það í bak og fyrir. Hann horfði til mín kankvís og spurði svo hlæjandi:

,,Island? Nu må I rejse med Ökonomi, eller hvad?"

Hláturinn var aðeins of glaðhlakkalegur fyrir minn smekk en ég tók mitt vegabréf og hélt áfram göngunni. Þegar ég var komin lengra fann ég fyrir sviða í brjóstinu. Ég tók skensið raunverulega nærri mér.

(Sem er ólíkt mér því ég læt mér yfirleitt fátt fyrir brjósti brenna.)

En ég hef aldrei ferðast á Saga Class.

Ekki frekar en þorri Íslendinga. En við skulum samt borga brúsann.

Og börnin okkar og líklega barnabörnin líka.

Ég mæli með grein Ingibjargar Sólrúnar í Morgunblaðinu í dag. Velkomin aftur Solla, þín hefur verið sárt saknað.

2 ummæli:

eidur sagði...

Danskir tollarar eiga það til að hafa húmor. Fyrir mörgum árum átti ég leið um Kastrup og tollari (aldrei þessu vant) spurði mig:
-Spiritus ? Svarið var Nej.
-Tobak? - Svarið var aftur nej.
Þá sagði sá danski: En Islænding uden laster. Er det muligt ? Svo hló hann og ég líka.

Nafnlaus sagði...

Gálgahúmor er nauðsynlegur í kreppunni.

Hvað greinina hennar Ingibjargar varðar að þá fannst mér innihald hennar ekki gott. Esb er lest sem er farin. Það var kannski eitthvað sem var möguleiki nú er að velja milli þeirra möguleika sem eru raunhæfir. Allra síst meigum við við því að verða úti á brautarpallinum að rífast um hvort við hefðum betur farið með lestinni.